„Líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu“ Hinrik Wöhler skrifar 10. ágúst 2024 18:58 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, naut sín vel í blíðunni í dag á Kópavogsvelli. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, hrósaði sigri á Kópavogsvelli í dag. Blikar sigruðu Þór-KA í miklum markaleik og endaði leikurinn 4-2. Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Það var létt yfir þjálfaranum í blíðunni í Kópavogi þegar hann var gripinn í viðtal skömmu eftir leik. „Í þau skipti sem við höfum spilað við þær þá hefur það verið á slæmum velli í vondu veðri þannig það var gott að hafa góðan fótboltaleik við frábærar aðstæður. Bæði lið spiluðu vel í dag,“ sagði Nik. Breiðablik stjórnaði fyrri hálfleiknum en liðið fékk á sig jöfnunarmark á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Nik hefði viljað klára leikinn fyrr en var þó sáttur með spilamennskuna. „Í fyrri hálfleik hefðum við átt við að klára leikinn, allavega vera 2-0 yfir hálfleik, það var frekar lélegt að gefa þeim jöfnunarmark í 1-1 og svo strax aftur í 2-2. Þegar við náðum fjórða markinu var leikurinn búinn. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, líklegast einn af okkar betri leikjum á tímabilinu.“ Nik hélt síðan áfram að ræða um fyrra jöfnunarmark Þór/KA og telur að liðið eigi að geta gert betur. „Sérstaklega hvernig það kom til en við lærum af því. Við fórum inn í hálfleikinn eins og jöfnunarmarkið skipti ekki máli. Í síðari hálfleik héldum við bara áfram því sem við vorum að gera og vorum viss um að við myndum ná sigri,“ sagði Nik. Með sigrinum munar aðeins einu stigi á toppliði Vals og Breiðabliks. Nik er brattur fyrir lokasprettinum í Bestu deildinni. Bikarúrslit framundan „Sjö leikir eftir og ef við vinnum þá alla þá vinnum við deildina. En fyrst er það bikarúrslitin á föstudaginn og það verður mikið sjónarspil.“ Einn af máttarstólpum í liði Blika, Ásta Eir Árnadóttir, var á varamannabekknum í dag en Nik segir að hún hafi meiðst lítillega. „Smá meiðsli á mjöðm, kom eiginlega upp úr engu. Við munum sjá hvernig það verður á föstudaginn fyrir bikarinn. Þetta er stundum svona en við fengum Kristínu Dís [Árnadóttur] sem getur staðið vaktina þarna en þetta er ekki langtímameiðsli.“ Framundan er úrslitaleikur í Mjólkurbikarnum þar sem Breiðablik mætir Val á föstudag. „Í dag var erfiður leikur sem við þurftum að klára og tryggja þessi þrjú stig svo við erum nálægt Val. Nú færist einbeitingin á bikarinn og við munum klárlega njóta bikarúrslitanna,“ sagði Nik að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann