Susan Wojcicki er látin Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 09:17 Susan Wojcicki var lykilkona á bak við bæði Google og YouTube. Getty Hin bandaríska Susan Wojcicki lést í gær, föstudag, 56 ára að aldri eftir tveggja ára baráttu við lungnakrabbamein. Eiginmaður hennar Dennis Troper greinir frá andlátinu á samfélagsmiðlum. Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki sem var starfrækt úr bílskúrnum hennar yfir í risann sem það er í dag. „Hún á þátt í að leggja grunninn að sögu Google, og það er erfitt að ímynda sér heiminn án hennar,“ hefur New York Times eftir Sundar Pichai framkvæmdastjóra Google. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Hún var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Google. Hún byrjaði á að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins og kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu og varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Hún er sögð hafa umbylt auglýsingakerfi YouTube, en einnig komið að því að berjast gegn hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á miðlinum Hún hætti í því starfi í fyrra en var áfram í hlutverki ráðgjafa hjá Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Andlát Samfélagsmiðlar Google Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Wojcicki hjálpaði Google að breytast úr sprotafyrirtæki sem var starfrækt úr bílskúrnum hennar yfir í risann sem það er í dag. „Hún á þátt í að leggja grunninn að sögu Google, og það er erfitt að ímynda sér heiminn án hennar,“ hefur New York Times eftir Sundar Pichai framkvæmdastjóra Google. Tveggja áratuga ferill hennar hjá Google hófst árið 1998 á heimili hennar í Kaliforníu en hún leigði stofnendum Google, Larry Page og Sergey Brin, bílskúrinn sinn á meðan þeir byggðu leitarvélina sem lagði grunninn að Google-veldinu. Hún var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum Google. Hún byrjaði á að sjá um markaðssetningu fyrirtækisins og kleif upp metorðastigann hjá fyrirtækinu og varð hæstráðandi kvenkyns starfsmaður Google. Árið 2014 varð Wojcicki forstjóri YouTube, sem Google hafði keypt árið 2006. Hún er sögð hafa umbylt auglýsingakerfi YouTube, en einnig komið að því að berjast gegn hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á miðlinum Hún hætti í því starfi í fyrra en var áfram í hlutverki ráðgjafa hjá Alphabet, móðurfyrirtæki Google.
Andlát Samfélagsmiðlar Google Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira