Havarti skal það sem sannara reynist Ólafur Stephensen skrifar 9. ágúst 2024 12:31 Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. Verðlækkanir gætu numið á bilinu 19 til 43% á þeim vörum, sem Viðskiptaráð skoðaði. Lækkun tolla er eitt af stærstu hagsmunamálum neytenda á Íslandi og ein skilvirkasta leiðin til að glíma við þráláta verðbólgu og hátt vaxtastig, eins og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á. Ekki hafði Viðskiptaráð fyrr birt úttekt sína en kunnuglegur söngur upphófst á samfélagsmiðlum um að tollalækkanir skili sér ekki í vasa neytenda. Hér er t.d. athugasemd af Facebook-síðu Viðskiptaráðs: „Þvílí[k] ótrúleg heimska. Sagan hefur síendurtekið sýnt að þegar tollar eru afnumdir hirða millimenn gróðann og [engu] af honum er skilað til almennings.“ Svipuð ummæli má sjá víða á netinu þar sem fjallað er um úttekt Viðskiptaráðs. Jákvæð áhrif tollalækkana margstaðfest Fullyrðingar um að lækkun tolla og annarra álagna á vörur skili sér ekki til neytenda eru alrangar og margar skýrslur og rannsóknir eru því til staðfestingar. Afnám tolla og vörugjalda af t.d. fatnaði og heimilistækjum, sem átti sér stað í áföngum á árunum 2015-2017, skilaði sér í lækkun smásöluverðs og lækkun álagningar verzlana á vörurnar í krónum talið, samkvæmt niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í byrjun árs 2017 var felldur niður tollur af innfluttu kartöflusnakki. Samkvæmt úttekt sem Félag atvinnurekenda gerði í byrjun þess árs hafði verð ýmissa vinsælla snakktegunda þá þegar lækkað um 22-43%. Árið 2015 var gerður tvíhliða tollasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins, þar sem samið var um niðurfellingu eða lækkun tolla á fjölda matvara og stækkun tollkvóta fyrir aðrar vörur, til dæmis kjöt og osta. Tollkvótar eru heimildir til að flytja inn takmarkað magn af vöru án tolla. Samningurinn tók gildi í áföngum 2018-2021. Um svipað leyti var tekin upp ný aðferð við útboð á tollkvótum, svokallað jafnvægisútboð. Í skýrslu sem verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði fyrir þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, kom fram að neytendur hefðu notið góðs bæði af tollasamningnum og breyttri útboðsaðferð. Verð á innfluttum kjötvörum og ostum hefði hækkað mun minna en við mátti búast vegna veikingar krónunnar á tímabilinu frá desember 2019 til september 2020 og lækkað í sumum tilvikum. Þá hefði úrval bæði innlendrar og innfluttrar búvöru aukizt í kjölfar tollasamningsins, sem er sömuleiðis hagur neytenda. Tollkvótar lækka verð á ostum Ágætt nýlegt dæmi um jákvæð áhrif tollasamningsins við ESB er „stóra ostamálið“ sem svo var kallað í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í Bylgjunni, en þar var fjallað um að neytendur hefði rekið í rogastanz er danskur Havarti-ostur hækkaði skyndilega um 70% í Bónusi. Ástæðan fyrir þessu var að Bónus fékk niðurfellingu tolla af ákveðnu magni af ostum, svokallaðan ESB-tollkvóta fyrir upprunaverndaða osta. Þegar enginn tollur var á Havarti-osti skilaði Bónus þeim ávinningi til neytenda en þegar kvótinn kláraðist og tollurinn lagðist á aftur, hækkaði verðið (reyndar um minna en nam fullum tolli). Þetta er enn ein sönnun þess að verzlunin skilar tollalækkun til neytenda. Stjórnvöld verja sérhagsmuni Í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í lok árs 2022 gengu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess, stéttarfélög innan Alþýðusambandsins, á fund Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra, og lögðu fyrir þau tillögur sínar um lækkun og afnám tolla. Bent var á að verðbólga hefði aukizt á ný og lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að ná henni niður og bæta hag launþega. Lagt var til að tollar féllu niður sem vernduðu ekki hefðbundna íslenzka búvöruframleiðslu, þ.e. af alifugla- og svínakjöti, frönskum kartöflum og blómum sem ekki væru ræktuð á Íslandi. Sömuleiðis var lagt til að innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu yrði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar búvörur og skoðaðar yrðu leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds. Þá var lagt til að tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri féllu niður, en slíkt er stórt hagsmunamál innlends matvælaiðnaðar. Ráðherrarnir tóku tillögunum ljúflega – og gerðu svo nákvæmlega ekkert með þær. Tækifærin til að lækka tolla í þágu neytenda og samkeppni voru látin ónotuð, væntanlega til að verja háværa sérhagsmunahópa í innlendri framleiðslu. Eins og úttekt Viðskiptaráðs og ofangreindar skýrslur og úttektir sýna glögglega, er lækkun eða afnám tolla hins vegar skilvirk og sannreynd leið til að lækka matarverð og verðbólgu og bæta hag almennings á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Neytendur Skattar og tollar Verðlag Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. Verðlækkanir gætu numið á bilinu 19 til 43% á þeim vörum, sem Viðskiptaráð skoðaði. Lækkun tolla er eitt af stærstu hagsmunamálum neytenda á Íslandi og ein skilvirkasta leiðin til að glíma við þráláta verðbólgu og hátt vaxtastig, eins og Félag atvinnurekenda hefur ítrekað bent á. Ekki hafði Viðskiptaráð fyrr birt úttekt sína en kunnuglegur söngur upphófst á samfélagsmiðlum um að tollalækkanir skili sér ekki í vasa neytenda. Hér er t.d. athugasemd af Facebook-síðu Viðskiptaráðs: „Þvílí[k] ótrúleg heimska. Sagan hefur síendurtekið sýnt að þegar tollar eru afnumdir hirða millimenn gróðann og [engu] af honum er skilað til almennings.“ Svipuð ummæli má sjá víða á netinu þar sem fjallað er um úttekt Viðskiptaráðs. Jákvæð áhrif tollalækkana margstaðfest Fullyrðingar um að lækkun tolla og annarra álagna á vörur skili sér ekki til neytenda eru alrangar og margar skýrslur og rannsóknir eru því til staðfestingar. Afnám tolla og vörugjalda af t.d. fatnaði og heimilistækjum, sem átti sér stað í áföngum á árunum 2015-2017, skilaði sér í lækkun smásöluverðs og lækkun álagningar verzlana á vörurnar í krónum talið, samkvæmt niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Í byrjun árs 2017 var felldur niður tollur af innfluttu kartöflusnakki. Samkvæmt úttekt sem Félag atvinnurekenda gerði í byrjun þess árs hafði verð ýmissa vinsælla snakktegunda þá þegar lækkað um 22-43%. Árið 2015 var gerður tvíhliða tollasamningur milli Íslands og Evrópusambandsins, þar sem samið var um niðurfellingu eða lækkun tolla á fjölda matvara og stækkun tollkvóta fyrir aðrar vörur, til dæmis kjöt og osta. Tollkvótar eru heimildir til að flytja inn takmarkað magn af vöru án tolla. Samningurinn tók gildi í áföngum 2018-2021. Um svipað leyti var tekin upp ný aðferð við útboð á tollkvótum, svokallað jafnvægisútboð. Í skýrslu sem verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði fyrir þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, kom fram að neytendur hefðu notið góðs bæði af tollasamningnum og breyttri útboðsaðferð. Verð á innfluttum kjötvörum og ostum hefði hækkað mun minna en við mátti búast vegna veikingar krónunnar á tímabilinu frá desember 2019 til september 2020 og lækkað í sumum tilvikum. Þá hefði úrval bæði innlendrar og innfluttrar búvöru aukizt í kjölfar tollasamningsins, sem er sömuleiðis hagur neytenda. Tollkvótar lækka verð á ostum Ágætt nýlegt dæmi um jákvæð áhrif tollasamningsins við ESB er „stóra ostamálið“ sem svo var kallað í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í Bylgjunni, en þar var fjallað um að neytendur hefði rekið í rogastanz er danskur Havarti-ostur hækkaði skyndilega um 70% í Bónusi. Ástæðan fyrir þessu var að Bónus fékk niðurfellingu tolla af ákveðnu magni af ostum, svokallaðan ESB-tollkvóta fyrir upprunaverndaða osta. Þegar enginn tollur var á Havarti-osti skilaði Bónus þeim ávinningi til neytenda en þegar kvótinn kláraðist og tollurinn lagðist á aftur, hækkaði verðið (reyndar um minna en nam fullum tolli). Þetta er enn ein sönnun þess að verzlunin skilar tollalækkun til neytenda. Stjórnvöld verja sérhagsmuni Í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í lok árs 2022 gengu Félag atvinnurekenda og viðsemjendur þess, stéttarfélög innan Alþýðusambandsins, á fund Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi matvælaráðherra, og Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra, og lögðu fyrir þau tillögur sínar um lækkun og afnám tolla. Bent var á að verðbólga hefði aukizt á ný og lækkun tolla væri ein skilvirkasta leiðin til að ná henni niður og bæta hag launþega. Lagt var til að tollar féllu niður sem vernduðu ekki hefðbundna íslenzka búvöruframleiðslu, þ.e. af alifugla- og svínakjöti, frönskum kartöflum og blómum sem ekki væru ræktuð á Íslandi. Sömuleiðis var lagt til að innlendum afurðastöðvum búvöru og vinnslustöðvum í þeirra eigu yrði óheimilt að bjóða í eða sækjast eftir tollkvóta fyrir innfluttar búvörur og skoðaðar yrðu leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds. Þá var lagt til að tollar á mjólkur- og undanrennudufti og smjöri féllu niður, en slíkt er stórt hagsmunamál innlends matvælaiðnaðar. Ráðherrarnir tóku tillögunum ljúflega – og gerðu svo nákvæmlega ekkert með þær. Tækifærin til að lækka tolla í þágu neytenda og samkeppni voru látin ónotuð, væntanlega til að verja háværa sérhagsmunahópa í innlendri framleiðslu. Eins og úttekt Viðskiptaráðs og ofangreindar skýrslur og úttektir sýna glögglega, er lækkun eða afnám tolla hins vegar skilvirk og sannreynd leið til að lækka matarverð og verðbólgu og bæta hag almennings á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.