Bruna yfir hálendið á buggy-bíl: „Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 10:31 Guðni Freyr Ómarsson og Kristján Einar Kristjánsson unnu Can-Am Hill Rally á síðasta ári. vísir / arnar halldórsson Þolaksturskeppnin Can-Am Hill Rally hófst í gær. Þrjátíu keppendur munu yfir helgina aka 490 kílómetra leið yfir hálendi Íslands á fjallajeppum og buggybílum. Keppendur verða undir sunnanverðum Langjökli í dag, auk þess að heimsækja Heklu. Á laugardag og sunnudag verður rallað kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla áður en komið er í endamark á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Kappaksturinn gengur þannig fyrir sig að ekið er í tveimur hlutum hvern dag og bílar færðir milli staða í millitíðinni. Tíminn er mældur og keppendur fá að nýta forskotið sem þeir vinna sér inn og leggja fyrr af stað en næsti maður á eftir. Allt saman hófst þetta í gær á keppnissvæði Kvartmíluklúbbsins, þar sem eknar voru tvær stuttar sérleiðir til að ákveða niðurröðun fyrir ræsingu í dag. Sigurvegari keppninnar í fyrra er fyrrum atvinnuökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson, sem keppti meðal annars í Formúlu 3 og starfar í dag sem sérfræðingur Vodafone Sport í Formúlu 1 og heldur úti hlaðvarpinu Pitturinn. „Ég væri að ljúga ef ég segði að það væri ekki kominn smá fiðringur, pínu stress alltaf fyrir keppni en þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert þannig að ég hef engar áhyggjur,“ sagði Kristján þegar hann mætti á keppnisstað í gær. „Við mætum í keppni til þess að sigra en þetta er langt og erfitt rallý, við stefnum fyrst og fremst á að keyra alla kílómetrana og komast í mark, en auðvitað reynum við að keyra eins þétt og við getum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir,“ sagði aðstoðarökumaður hans, Guðni Freyr Ómarsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri. Kristján og Guðni keppa á Can-Am Maverick X3 Turbo RR Gjörsamlega galin græja Þeir félagar keppa fyrir BRP-Ellingsen og eru á kraftmeiri Can-Am bíl, tveggja sæta í stað fjögurra, en þeir keyrðu þegar keppnin vannst í fyrra. Myndskeið innan úr bílnum má sjá hér fyrir neðan. „Þetta er galið skemmtileg græja, en það sem er svo magnað við þetta rall, hann er bara úr umboðinu, nýr og óbreyttur að eiginlega öllu leyti. Við förum bara af stað þannig, þessi keppni er svo falleg með það að gera að það er hægt að taka þátt í henni án þess að vera djúpt í öllu. En græjan er náttúrulega gjörsamlega galin, nokkrar sekúndur í hundrað og fjöðrunin étur hvað sem er. Gaman að vera komin á tveggja manna bíl sem er hraðari og þá erum við með færri afsakanir ef þetta klúðrast hjá okkur um helgina,“ sagði Kristján léttur í lund að lokum. View this post on Instagram A post shared by Kristján Einar Kristjánsson (@kristjaneinar) Allar helstu upplýsingar um Can-Am Hill Rally má finna á heimasíðunni. Úrslitum má fylgjast með hér. Keppnin verður svo í beinni útsendingu alla helgina á YouTube rás Kappaksturs. Streymi af undanrásunum í gær má sjá hér fyrir neðan. Akstursíþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sjá meira
Keppendur verða undir sunnanverðum Langjökli í dag, auk þess að heimsækja Heklu. Á laugardag og sunnudag verður rallað kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökla áður en komið er í endamark á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal. Kappaksturinn gengur þannig fyrir sig að ekið er í tveimur hlutum hvern dag og bílar færðir milli staða í millitíðinni. Tíminn er mældur og keppendur fá að nýta forskotið sem þeir vinna sér inn og leggja fyrr af stað en næsti maður á eftir. Allt saman hófst þetta í gær á keppnissvæði Kvartmíluklúbbsins, þar sem eknar voru tvær stuttar sérleiðir til að ákveða niðurröðun fyrir ræsingu í dag. Sigurvegari keppninnar í fyrra er fyrrum atvinnuökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson, sem keppti meðal annars í Formúlu 3 og starfar í dag sem sérfræðingur Vodafone Sport í Formúlu 1 og heldur úti hlaðvarpinu Pitturinn. „Ég væri að ljúga ef ég segði að það væri ekki kominn smá fiðringur, pínu stress alltaf fyrir keppni en þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert þannig að ég hef engar áhyggjur,“ sagði Kristján þegar hann mætti á keppnisstað í gær. „Við mætum í keppni til þess að sigra en þetta er langt og erfitt rallý, við stefnum fyrst og fremst á að keyra alla kílómetrana og komast í mark, en auðvitað reynum við að keyra eins þétt og við getum. Við ætlum ekki að gefa neitt eftir,“ sagði aðstoðarökumaður hans, Guðni Freyr Ómarsson, fjórfaldur Íslandsmeistari í rallakstri. Kristján og Guðni keppa á Can-Am Maverick X3 Turbo RR Gjörsamlega galin græja Þeir félagar keppa fyrir BRP-Ellingsen og eru á kraftmeiri Can-Am bíl, tveggja sæta í stað fjögurra, en þeir keyrðu þegar keppnin vannst í fyrra. Myndskeið innan úr bílnum má sjá hér fyrir neðan. „Þetta er galið skemmtileg græja, en það sem er svo magnað við þetta rall, hann er bara úr umboðinu, nýr og óbreyttur að eiginlega öllu leyti. Við förum bara af stað þannig, þessi keppni er svo falleg með það að gera að það er hægt að taka þátt í henni án þess að vera djúpt í öllu. En græjan er náttúrulega gjörsamlega galin, nokkrar sekúndur í hundrað og fjöðrunin étur hvað sem er. Gaman að vera komin á tveggja manna bíl sem er hraðari og þá erum við með færri afsakanir ef þetta klúðrast hjá okkur um helgina,“ sagði Kristján léttur í lund að lokum. View this post on Instagram A post shared by Kristján Einar Kristjánsson (@kristjaneinar) Allar helstu upplýsingar um Can-Am Hill Rally má finna á heimasíðunni. Úrslitum má fylgjast með hér. Keppnin verður svo í beinni útsendingu alla helgina á YouTube rás Kappaksturs. Streymi af undanrásunum í gær má sjá hér fyrir neðan.
Akstursíþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sjá meira