Segir Puigdemont flúinn frá Spáni aftur Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 09:56 Carles Puigdemont er leiðtogi aðskilanaðarflokksins Saman fyrir Katalóníu en hefur verið í sjálfskipaðri útlegð eftir umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins fyrir sjö árum. AP/Gloria Calvi Framkvæmdastjóri flokks katalónskra sjálfstæðissinna segir að Carles Puigdemont, leiðtogi flokksins, sé farinn aftur til Belgíu eftir að skaut óvænt upp kollinum í Barcelona. Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í sjö ár til að komast hjá handtöku á Spáni. Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Sjá meira
Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11