Segir Puigdemont flúinn frá Spáni aftur Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 09:56 Carles Puigdemont er leiðtogi aðskilanaðarflokksins Saman fyrir Katalóníu en hefur verið í sjálfskipaðri útlegð eftir umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins fyrir sjö árum. AP/Gloria Calvi Framkvæmdastjóri flokks katalónskra sjálfstæðissinna segir að Carles Puigdemont, leiðtogi flokksins, sé farinn aftur til Belgíu eftir að skaut óvænt upp kollinum í Barcelona. Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í sjö ár til að komast hjá handtöku á Spáni. Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11