Segir Puigdemont flúinn frá Spáni aftur Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 09:56 Carles Puigdemont er leiðtogi aðskilanaðarflokksins Saman fyrir Katalóníu en hefur verið í sjálfskipaðri útlegð eftir umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins fyrir sjö árum. AP/Gloria Calvi Framkvæmdastjóri flokks katalónskra sjálfstæðissinna segir að Carles Puigdemont, leiðtogi flokksins, sé farinn aftur til Belgíu eftir að skaut óvænt upp kollinum í Barcelona. Puigdemont hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í sjö ár til að komast hjá handtöku á Spáni. Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Vegum frá Barcelona var lokað og lögreglumenn leituðu í bílum að Puigdemont eftir að hann birtist óvænt og ávarpaði stuðningsmenn sína í miðborginni fyrir framan nefið á lögreglumönnum sem lyftu ekki fingri til þess að handtaka hann. Lögreglumaður var síðar handtekinn fyrir að aðstoða Puigdemont við að flýja. Puigdemont var forseti héraðsstjórnar Katalóníu þegar hún hélt umdeilda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem stjórnlagadómstóll Spánar dæmdi ólöglega árið 2017. Hann flúði land til þess að forðast saksókn og hefur hafst við í Belgíu. Jordi Turull, framkvæmdastjóri flokksins Saman fyrir Katalóníu, sagði í útvarpsviðtali að Puigdemont væri farinn frá Spáni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Hann kom ekki til þess að vera handtekinn á Spáni heldur til þess að nýta sér pólitísk réttindi sín,“ sagði Turull sem sat sjálfur í fangelsi fyrir sinn þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni frá 2018 til 2021 áður en hann var náðaður. Upplýsti Turrul jafnframt að Puigdemont hefði verið í Barcelona frá því á þriðjudag. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir stjórnvöld og katalónsku lögregluna. Hæstiréttur landsins hefur krafið lögregluna og innanríkisráðuneytið skýringa á hvaða ráðstafanir voru gerðar til að hafa hendur í hári sjálfstæðissinnans. Spænska ríkisstjórnin kom í gegn umdeildum lögum sem veita katalónskum sjálfstæðissinnum sakaruppgjöf fyrir brot sem tengdust þjóðaratkvæðagreiðslunni. Stjórnlagadómstóll landsins komst þó nýlega að þeirri niðurstöðu að lögin næðu ekki yfir ákæru á hendur Puigdemont fyrir fjárdrátt í tenglum við þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Leiðtogi sjálfstæðissinna í felum fyrir katalónsku lögreglunni Vegatálmum var komið upp í kringum Barcelona á Spáni í dag þegar lögregla leitaði dyrum og dyngjum að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Lögreglumaður var handtekinn fyrir að hjálpa honum að komast undan. 8. ágúst 2024 14:11