Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2024 20:01 Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæj, á sæti í nefndinni ásamt þeim Guðnýju Sverrisdóttur og Árna Þór Sigurðsson sem gegnir formennsku. Vísir/Bjarni Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05