Harris þaggaði niður í stuðningsfólki Palestínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 15:35 Kamala Harris ávarpar stuðningsmenn sína í Michigan í gærkvöldi. AP/Carlos Osorio Mótmælendur sem kyrjuðu slagorð um stríðsátökin á Gasa trufluðu endurtekið kosningafund Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, í Michigan í Bandaríkjunum í gær. Harris hvatti fólkið til þess að segja það hreint út ef það vildi fá Donald Trump sem forseta. Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Kosningafundur Harris í Detroit í gærkvöldi var sá fjölmennasti frá því að hún tók við Joe Biden sem frambjóðandi demókrata. Mótmælendurnir stöðvuðu ræðu hennar í tvígang, meðal annars með því að kyrja: „Kamala, Kamala, þú getur ekki falið þig. Við kjósum ekki með þjóðarmorði“ og vísuðu til hernaðaraðgerða Ísraela á Gasa. Í fyrra skiptið brást Harris við með því að segja að hún tryði á lýðræðið og að rödd allra skipti máli. Nú hefði hún hins vegar orðið. Þegar mótmælin brutust út aftur þegar hún reyndi að tala um hvað það þýddi fyrir Bandaríkin ef Trump næði endurkjöri hvessti Harris sig meira. „Vitiði hvað? Ef þið viljið að Donald Trump vinni, segið það þá. Að öðru leyti þá hef ég orðið,“ sagði Harris við mikinn fögnuð stuðningsmanna sinna. Ástandið skapar sundrung á meðal demókrata Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur valdið óeiningu innan Demókrataflokksins, sérstaklega í Michigan þar sem er stórt samfélag innflytjenda sem eiga rætur að rekja til Palestínu og múslima. Hópur þeirra skipulagði mótmæli gegn Joe Biden sem fólust í því að greiða honum ekki atkvæði í forvali demókrata til þess að andæfa stuðningi hans við Ísrael. Tveir fulltrúar þeirrar hreyfingar sögðust hafa rædd stuttlega við Harris og Tim Walz, varaforsetaefni hennar, fyrir kosningafundinn í gær og óskað eftir formlegum fundi til að ræða kröfur þeirra, þar á meðal vopnasölubann á Ísrael og varanlegt vopnahlé á Gasa. Harris hafi verið opin fyrir því, að því er kemur fram í frétt USA Today. Talsmaður Harris segir stefnu hennar skýra í málefnum Ísraels og Palestínu. Hún muni alltaf tryggja að Ísrael geti varist árásum íranskra stjórnvalda og hryðjuverkahópa sem þau styðja. Hún einbeiti sér einnig að því að tryggja vopnahlé sem tryggi öryggi Ísraels, frelsi gísla sem Hamas-samtökin tóku og að þjáningum Palestínumanna ljúki.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir að rútu var keyrt á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira