„Landsliðið“ búið að skila tillögu og von á vímuefnastefnu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 12:11 Vísir/Ívar „Skaðaminnkandi nálgun er það sem að mun umvefja alla stefnumótun. Við erum með í ráðuneytinu núna landsliðið, má segja, í þessari hugmyndafræði og á þessum vettvangi. Það eru mjög margir sem koma að þessu verkefni með okkur í ráðuneytinu að formgera skaðaminnkunarstefnu sem mun fara inn í stærri vímuefnastefnu sem er í endurskoðun.“ Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“ Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“
Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43