Óboðlegt að fangaverðir eigi í hættu að stórslasast í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. ágúst 2024 08:39 Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Tíðara er að fangar beiti ofbeldi og að fangar glími við alvarleg andleg veikindi. Vísir/Vilhelm Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heiðar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann fundar með yfirstjórn fangelsanna í vikunni. „Það vantar fjármagn inn í þetta kerfi. Þetta kerfi verður bara eins gott og fjármagnið sem er sett inn í það,“ segir Heiðar. Stjórnendur fangelsanna reyni að styðja við fangaverði en að heimurinn sé að harðna. Í síðustu viku réðst fangi á þrjá fangaverði. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Heiðar segir alltaf vont þegar það er ráðist á samstarfsfólk og hann voni að þessi árás verði til þess að það verði brugðist við. „Við erum að fá inn í fangelsin meira og meira af fólki sem þarf sérfræðiþjónustu geðlækna og fangelsi kannski ekki staðurinn fyrir það. En einhverra hluta vegna er geðheilbrigðiskerfið þannig að þegar þú ert í fangelsi þá nýturðu ekki sömu geðheilbrigðisþjónustu og þú fengir úti,“ segir Heiðar. Heiðar segir suma þurfa meiri athygli en aðrir og fangaverði ekki ná að sinna þeim þegar það eru tíð ofbeldismál í gangi. Þá þróist það þannig að veikindi þeirra sem eru andlega veikir versna enn frekar. Flestir í fangelsi fínt fólk Heiðar segir það sem betur fer ekki algengt að ráðist sé á fangaverði. Hópurinn sem afpláni í fangelsi sé að stærstum hluta fínt fólk en það þurfi að endurskoða það hverjir afplána og hverjir fari annað. Hann segir samskipti fanga og fangavarða yfirleitt ganga vel en þegar það kemur inn hópur sem beitir ofbeldi þá verði erfiðara að aðstoða þá sem þurfi aðstoð því fangaverðir séu fastir í verkefnum sem tengjast ofbeldi. Heiðar segir að fundað hafi verið stíft innan fangelsisins frá því að ráðist var á fangaverðina í síðustu viku til að fara yfir verklag og athuga hvernig sé hægt að tryggja betur öryggi fangavarða. „Það er fullkomlega óboðlegt að mæta í vinnuna sína… og eiga hættu á að vera stórslasaður. Það er ekki boðlegt,“ segir Heiðar. Fundar með yfirstjórn Heiðar segir félagið eigi fund með yfirstjórn og muni þar reyna að komast að því hvað verði hægt að gera. Ef ekki fáist meira fjármagn í þjálfun fangavarða þá þurfi að breyta verkferlum svo að ólíklegra sé að þetta gerist. Hann segir vanta fleiri fangaverði á vaktir og meiri reynslu. Auk þess hefur Heiðar óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir stöðu fangavarða í fangelsunum. Fangelsismál Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Heiðar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann fundar með yfirstjórn fangelsanna í vikunni. „Það vantar fjármagn inn í þetta kerfi. Þetta kerfi verður bara eins gott og fjármagnið sem er sett inn í það,“ segir Heiðar. Stjórnendur fangelsanna reyni að styðja við fangaverði en að heimurinn sé að harðna. Í síðustu viku réðst fangi á þrjá fangaverði. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Heiðar segir alltaf vont þegar það er ráðist á samstarfsfólk og hann voni að þessi árás verði til þess að það verði brugðist við. „Við erum að fá inn í fangelsin meira og meira af fólki sem þarf sérfræðiþjónustu geðlækna og fangelsi kannski ekki staðurinn fyrir það. En einhverra hluta vegna er geðheilbrigðiskerfið þannig að þegar þú ert í fangelsi þá nýturðu ekki sömu geðheilbrigðisþjónustu og þú fengir úti,“ segir Heiðar. Heiðar segir suma þurfa meiri athygli en aðrir og fangaverði ekki ná að sinna þeim þegar það eru tíð ofbeldismál í gangi. Þá þróist það þannig að veikindi þeirra sem eru andlega veikir versna enn frekar. Flestir í fangelsi fínt fólk Heiðar segir það sem betur fer ekki algengt að ráðist sé á fangaverði. Hópurinn sem afpláni í fangelsi sé að stærstum hluta fínt fólk en það þurfi að endurskoða það hverjir afplána og hverjir fari annað. Hann segir samskipti fanga og fangavarða yfirleitt ganga vel en þegar það kemur inn hópur sem beitir ofbeldi þá verði erfiðara að aðstoða þá sem þurfi aðstoð því fangaverðir séu fastir í verkefnum sem tengjast ofbeldi. Heiðar segir að fundað hafi verið stíft innan fangelsisins frá því að ráðist var á fangaverðina í síðustu viku til að fara yfir verklag og athuga hvernig sé hægt að tryggja betur öryggi fangavarða. „Það er fullkomlega óboðlegt að mæta í vinnuna sína… og eiga hættu á að vera stórslasaður. Það er ekki boðlegt,“ segir Heiðar. Fundar með yfirstjórn Heiðar segir félagið eigi fund með yfirstjórn og muni þar reyna að komast að því hvað verði hægt að gera. Ef ekki fáist meira fjármagn í þjálfun fangavarða þá þurfi að breyta verkferlum svo að ólíklegra sé að þetta gerist. Hann segir vanta fleiri fangaverði á vaktir og meiri reynslu. Auk þess hefur Heiðar óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir stöðu fangavarða í fangelsunum.
Fangelsismál Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33
Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34