Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2024 12:02 Ásgeir er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning til lögreglu á mánudag, um að tveir ferðamenn hafi setið fastir í helli, hafi verið gabb. Leit var frestað vegna þess, þar til frekari vísbendingar kæmu fram. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga geta viðurlög við því að gabba lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir eða aðra viðbragðsaðila verið sektir og fangelsi upp að þremur mánuðum. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt þegar þyrlusveit gæslunnar er kölluð út að ósekju, en sveitin var kölluð út við leitina að mönnunum. „Og það hefur auðvitað mest áhrif á viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar. Þegar áhöfnin er kölluð út í verkefni sem þetta, þá hefur það áhrif á hvíldartíma þeirrar áhafnar sem sinnir þessu verkefni. Þetta getur þá leitt til þess að við erum, hluta af degi, eftir svona verkefni með skerta þjónustu úti á sjó. Það er mjög alvarlegt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Tökum bara dæmi um að ef við hefðum lent í því síðdegis í gær að þurfa að sinna alvarlegu atviki úti á sjó, þar sem við hefðum þurft að ferðast langa vegalengd, þá vorum við bara með eina þyrlu en ekki tvær eins og við vorum með fyrr um daginn. Það er vegna þess að hin áhöfnin var í hvíld eftir að hafa unnið lengi í þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Við slíkar aðstæður þurfi að treysta á að kalla fólk inn úr fríi. „Og það er ekki vitað mál á hverjum tíma hvort það tekst eða ekki. Það hefði verið mjög snúið og mjög alvarleg staða, ef við hefðum lent í því að þurfa að bregðast við slíku útkalli.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning til lögreglu á mánudag, um að tveir ferðamenn hafi setið fastir í helli, hafi verið gabb. Leit var frestað vegna þess, þar til frekari vísbendingar kæmu fram. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga geta viðurlög við því að gabba lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir eða aðra viðbragðsaðila verið sektir og fangelsi upp að þremur mánuðum. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt þegar þyrlusveit gæslunnar er kölluð út að ósekju, en sveitin var kölluð út við leitina að mönnunum. „Og það hefur auðvitað mest áhrif á viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar. Þegar áhöfnin er kölluð út í verkefni sem þetta, þá hefur það áhrif á hvíldartíma þeirrar áhafnar sem sinnir þessu verkefni. Þetta getur þá leitt til þess að við erum, hluta af degi, eftir svona verkefni með skerta þjónustu úti á sjó. Það er mjög alvarlegt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Tökum bara dæmi um að ef við hefðum lent í því síðdegis í gær að þurfa að sinna alvarlegu atviki úti á sjó, þar sem við hefðum þurft að ferðast langa vegalengd, þá vorum við bara með eina þyrlu en ekki tvær eins og við vorum með fyrr um daginn. Það er vegna þess að hin áhöfnin var í hvíld eftir að hafa unnið lengi í þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Við slíkar aðstæður þurfi að treysta á að kalla fólk inn úr fríi. „Og það er ekki vitað mál á hverjum tíma hvort það tekst eða ekki. Það hefði verið mjög snúið og mjög alvarleg staða, ef við hefðum lent í því að þurfa að bregðast við slíku útkalli.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira