Ingebrigtsen missti þrjá fram úr sér og komst ekki á pall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2024 19:27 Cole Hocker fagnar sigrinum í kvöld. Michael Steele/Getty Images Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen náði ekki að verja Ólympíumeistaratitil sinn í 1500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Ingebrigtsen tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 þegar hann kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, á tímanum 3:28,32. Hann setti tóninn snemma í hlaupi kvöldsins og tók forystuna strax í upphafi. Eins og svo oft áður vildi Ingebrigtsen leiða hlaupið, auka hraðann jafnt og þétt og skilja þannig keppinauta sína eftir. Það upplegg gekk þó ekki upp í kvöld. Bandaríkjamennirnir Cole Hocker og Yared Nuguse, ásamt Bretanum Josh Kerr, héldu í við Ingebrigtsen allan tímann. Á síðustu metrunum virtist Ingebrigtsen vera orðinn bensínlaus. Josh Kerr sigldi fram úr honum á utanverðunni og á sama tíma nýtti Cole Hocker sér tækifærið og fór fram úr þeim báðum á innanverðunni. Yared Nuguse fór einni fram úr Norðmanninum áður en þeir komu í mark og Ingebrigtsen missti þar með af sæti á verðlaunapalli. Hocker kom hins vegar fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, tímanum 3:27,65. Raunar komu fremstu fjórir allir í mark á betri tíma en Ólympíumetið sem Ingebrigtsen setti árið 2021, en Kerr varð annar á 3:27,79, Nuguse þriðji á 3:27,80 og Ingebrigtsen fjórði á 3:28,24. That run of 3:27.65 from Cole Hocker is also an #OlympicRecord.@TeamUSA | @WorldAthletics | #Athletics | #Paris2024 | #OMEGA | #OMEGAOfficialTimekeeper pic.twitter.com/8DYfWuWXbX— The Olympic Games (@Olympics) August 6, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Ingebrigtsen tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 þegar hann kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, á tímanum 3:28,32. Hann setti tóninn snemma í hlaupi kvöldsins og tók forystuna strax í upphafi. Eins og svo oft áður vildi Ingebrigtsen leiða hlaupið, auka hraðann jafnt og þétt og skilja þannig keppinauta sína eftir. Það upplegg gekk þó ekki upp í kvöld. Bandaríkjamennirnir Cole Hocker og Yared Nuguse, ásamt Bretanum Josh Kerr, héldu í við Ingebrigtsen allan tímann. Á síðustu metrunum virtist Ingebrigtsen vera orðinn bensínlaus. Josh Kerr sigldi fram úr honum á utanverðunni og á sama tíma nýtti Cole Hocker sér tækifærið og fór fram úr þeim báðum á innanverðunni. Yared Nuguse fór einni fram úr Norðmanninum áður en þeir komu í mark og Ingebrigtsen missti þar með af sæti á verðlaunapalli. Hocker kom hins vegar fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, tímanum 3:27,65. Raunar komu fremstu fjórir allir í mark á betri tíma en Ólympíumetið sem Ingebrigtsen setti árið 2021, en Kerr varð annar á 3:27,79, Nuguse þriðji á 3:27,80 og Ingebrigtsen fjórði á 3:28,24. That run of 3:27.65 from Cole Hocker is also an #OlympicRecord.@TeamUSA | @WorldAthletics | #Athletics | #Paris2024 | #OMEGA | #OMEGAOfficialTimekeeper pic.twitter.com/8DYfWuWXbX— The Olympic Games (@Olympics) August 6, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira