Nýrnaveiki staðfest í sjókví í Arnarfirði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 15:43 Mynd úr safni af sjókvíum í Patreksfirði. Einar Árnason Nýrnaveiki hefur greinst í löxum í sjókví Arnarlax í Arnarfirði. Dýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST segir smitið hafa borist í kvína úr villtum löxum, en þar sé nýrnaveiki útbreidd. Svona smit geti skilað sér í aðeins meiri afföllum en hafi engin alvarleg áhrif. „Já það er alltaf smá barátta hjá sjókvíaeldinu að halda villta fisknum frá kvíunum, en það getur verið erfitt. Það fer ofboðslegur tími og fjármagn frá eldisstöðvunum í þetta, til að halda veikinni frá kvíunum,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdjóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að svona smit sé ekkert óeðlilegt, og komi ekki til með að hafa teljandi áhrif. Löxunum verði slátrað með eðlilegum hætti þegar að því kemur og ný seiði sett í kvíarnar, sem verða þá laus við sýkinguna. Nýrnaveikin alræmd í villta laxinum Gísli segir að nýrnaveiki sé útbreidd í villta laxastofninum á Íslandi. Hann tekur um það bil 700 sýni hvert haust úr villtum laxi, og það er alltaf „slatti af jákvæðum fiski.“ Laxarnir sýni þó engin einkenni. „Við sjáum aldrei nein klínísk einkenni í villtum fiski, en þessir fiskar eru að bera með sér smitið. Þetta er bara eins og flensa hjá okkur,“ segir Gísli. Komi til með að hafa lítil áhrif Gísli segir að þegar svona smit komi upp í sjókvíum, geti það veikt fiskinn og gert hann veikburðari og opnari fyrir öðrum sýkingum. Það sé aldrei af hinu góða að fá svona sýkingu. „En fiskarnir eru ekkert veikir eða neitt, og þeim verður slátrað með eðlilegum hætti. Þetta skilar sér kannski í aðeins meiri afföllum með tíð og tíma, en mun ekki hafa teljanleg áhrif,“ segir Gísli. Þegar svona smit komi upp sé gripið til varúðarráðstafana, passað sé upp á það að bátar fari ekki milli svæða og annað slíkt. Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
„Já það er alltaf smá barátta hjá sjókvíaeldinu að halda villta fisknum frá kvíunum, en það getur verið erfitt. Það fer ofboðslegur tími og fjármagn frá eldisstöðvunum í þetta, til að halda veikinni frá kvíunum,“ segir Gísli Jónsson, sérgreinadýralæknir fisksjúkdjóma hjá Matvælastofnun. Hann segir að svona smit sé ekkert óeðlilegt, og komi ekki til með að hafa teljandi áhrif. Löxunum verði slátrað með eðlilegum hætti þegar að því kemur og ný seiði sett í kvíarnar, sem verða þá laus við sýkinguna. Nýrnaveikin alræmd í villta laxinum Gísli segir að nýrnaveiki sé útbreidd í villta laxastofninum á Íslandi. Hann tekur um það bil 700 sýni hvert haust úr villtum laxi, og það er alltaf „slatti af jákvæðum fiski.“ Laxarnir sýni þó engin einkenni. „Við sjáum aldrei nein klínísk einkenni í villtum fiski, en þessir fiskar eru að bera með sér smitið. Þetta er bara eins og flensa hjá okkur,“ segir Gísli. Komi til með að hafa lítil áhrif Gísli segir að þegar svona smit komi upp í sjókvíum, geti það veikt fiskinn og gert hann veikburðari og opnari fyrir öðrum sýkingum. Það sé aldrei af hinu góða að fá svona sýkingu. „En fiskarnir eru ekkert veikir eða neitt, og þeim verður slátrað með eðlilegum hætti. Þetta skilar sér kannski í aðeins meiri afföllum með tíð og tíma, en mun ekki hafa teljanleg áhrif,“ segir Gísli. Þegar svona smit komi upp sé gripið til varúðarráðstafana, passað sé upp á það að bátar fari ekki milli svæða og annað slíkt.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Vesturbyggð Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira