Slítur þingi eftir að forsætisráðherrann flúði Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 11:26 Maður bindur reipi um höfuð styttu af Sheikh Mujibur Rahman, föður Sheikh Hasina, á mótmælum í Dhaka í gær. AP/Rajib Dhar Forseti Bangladess sleit þingi í dag eftir að Sheikh Hasina, forsætisráðherra, flúði land í skugga harðra mótmæla gegn stjórn hennar. Jafnframt tilkynnti forsetinn að erkiandstæðingur Hasina hefði verið frelsaður úr stofufangelsi. Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur. Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Stúdentahreyfingin sem hefur leitt mótmælin gegn stjórnvöldum undanfarna daga gerði þá kröfu að þingi yrði slitið og bráðabirgðastjórn mynduð. Í yfirlýsingu frá Mohammed Shahabuddin forseta kom fram að ákvörðunin hefði verið tekin í samráði við stúdentaleiðtoga, fulltrúa hersins, leiðtoga stjórnmálaflokkanna og ýmissa félagasamtaka. Herinn hefur lofað að boðað verði til kosninga á næstunni en stúdentarnir hafa hafnað því að herstjórn taki við til bráðabirgða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stúdentarnir vilja að Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir banka sem hjálpaði fátækum sem áttu ekki möguleika á hefðbundnum bankalánum, verði aðalráðgjafi bráðabirgðastjórnar. Yunus hefur fallist á það, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hasina sagði af sér og flúði til Indlands í gær. Hún hafði stjórnað landinu í fimmtán ár og tuttugu af síðustu þrjátíu. Stúdentamótmælin sem hófust í síðasta mánuði beindust í fyrstu að umdeildum kvóta fyrir opinber störf en hverfðust síðan upp í almenn mótmæli gegn Hasina og stjórn hennar. Hundruð manna hafa látist í mótmælunum. Begum Khaleda Zia, fyrrverandi forsætisráðherra Bangladess og leiðtogi Þjóðernisflokks Bangladess (BNP), hefur nú verið látin laus úr stofufangelsi. Hún hlaut sautján ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Zia sagði saksóknina á hendur sér eiga sér pólitískar rætur.
Bangladess Tengdar fréttir Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46 Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Segir af sér og flýr land Sheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, hefur sagt af sér embætti og yfirgefið landið. Yfirmaður hermála þar í landi staðfestir að hann muni taka við stjórn landsins og mynda bráðabirgðaríkisstjórn. Blóðug mótmæli hafa geysað síðan snemma í síðasta mánuði og hafa fleiri en 280 manns látið lífið. 5. ágúst 2024 11:46
Minnst níutíu mótmælendur drepnir í Bangladess Minnst níutíu mótmælendur voru drepnir í Bangladess í gær, í blóðugum mótmælum sem ekki sér fyrir endann á. Meira en 280 manns hafa nú látið lífið síðan mótmælin brutust út í júlí. 5. ágúst 2024 09:19