Fögnum allri nýsköpun og vinnusemi Fjóla Einarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun