Fögnum allri nýsköpun og vinnusemi Fjóla Einarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun