Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. ágúst 2024 11:56 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er starfandi formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Vísir/Arnar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. Fylgi VG heldur áfram að dala og mælist einungis 3,5 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, niður úr 4 prósentum í síðustu könnun. Mælist Sósíalistaflokkur Íslands nú með meiri stuðning í könnun Gallup eða 4,7 prósent. VG fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en næði ekki manni inn á þing ef niðurstaða kosninga væri í samræmi við kannanir. Hefur fylgi flokksins verið á niðurleið mestallt þetta kjörtímabil. Guðmundur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna árið 2019 en tók við sem starfandi formaður þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf flokkinn og bauð sig fram til forseta. Landsfundi VG var flýtt vegna þessa og fer fram í byrjun október. „Við vonandi sjáum margt gott fólk koma fram enda nóg af slíku innan VG,“ segir Guðmundur en fyrst fer fram flokksráðsfundur um miðjan ágúst. Síðasti vetur ríkisstjórnarinnar fram undan „Við erum að að sigla inn í kosningavetur og þá er mikilvægt að við skerpum áherslur fyrir kosningar. Ég hef fulla trú á því að þær áherslur sem við munum koma fram með, sem munu auðvitað snúa meðal annars að loftslagsmálum, náttúruvernd, jafnréttismálum og mannréttindamálum, styrkri efnahagsstjórn og velferðarmálum muni skila okkur meiru en við erum að sjá núna og líka sá árangur sem við höfum verið að ná á undanförnum árum. Þannig að ég er í sjálfu sér ekkert svartsýnn en auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðu sem þessari, annað væri óeðlilegt.” Guðmundur vonar að botninum sé náð og flokkurinn geti farið að spyrna sér upp. Hann vonast til þess að flokksfólk fái aukinn byr í seglin eftir landsfund þegar ný forysta er tekin við. Staðan í alþjóðamálum eigi þátt í þverrandi stuðningi Heildarfylgi stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mælist 27,8 prósent í nýrri könnun Gallup en til samanburðar mælist Samfylkingin ein og sér með 27,5 prósent stuðning. „Mér þykir mjög áhugavert að það er mjög víða í löndunum í kringum okkur þar sem ríkisstjórnir hafa verið að missa stuðning og fylgi í skoðanakönnunum tiltölulega hratt. Það er ekki einsdæmi hér á landi og ég held að staðan í alþjóðamálum sé að hluta til að valda þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir augljóst að ef niðurstaða kosninga yrði í samræmi við mælingu Gallup myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta. „En við skulum nú sjá hvað gerist. Það verður spennandi að fara inn í síðasta vetur þessarar ríkisstjórnar. Ég hlakka allavega til að fara að móta áherslur inn í framtíðina með mínu góða fólki.“ Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn eftir sumarleyfi fór fram í dag. Guðmundur telur að efnahags- og samgöngumál verði fyrirferðamikil í haust, þar á meðal samgönguáætlun og Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarstæðinu. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Fylgi VG heldur áfram að dala og mælist einungis 3,5 prósent í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, niður úr 4 prósentum í síðustu könnun. Mælist Sósíalistaflokkur Íslands nú með meiri stuðning í könnun Gallup eða 4,7 prósent. VG fékk 12,6 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en næði ekki manni inn á þing ef niðurstaða kosninga væri í samræmi við kannanir. Hefur fylgi flokksins verið á niðurleið mestallt þetta kjörtímabil. Guðmundur var kjörinn varaformaður Vinstri grænna árið 2019 en tók við sem starfandi formaður þegar Katrín Jakobsdóttir yfirgaf flokkinn og bauð sig fram til forseta. Landsfundi VG var flýtt vegna þessa og fer fram í byrjun október. „Við vonandi sjáum margt gott fólk koma fram enda nóg af slíku innan VG,“ segir Guðmundur en fyrst fer fram flokksráðsfundur um miðjan ágúst. Síðasti vetur ríkisstjórnarinnar fram undan „Við erum að að sigla inn í kosningavetur og þá er mikilvægt að við skerpum áherslur fyrir kosningar. Ég hef fulla trú á því að þær áherslur sem við munum koma fram með, sem munu auðvitað snúa meðal annars að loftslagsmálum, náttúruvernd, jafnréttismálum og mannréttindamálum, styrkri efnahagsstjórn og velferðarmálum muni skila okkur meiru en við erum að sjá núna og líka sá árangur sem við höfum verið að ná á undanförnum árum. Þannig að ég er í sjálfu sér ekkert svartsýnn en auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðu sem þessari, annað væri óeðlilegt.” Guðmundur vonar að botninum sé náð og flokkurinn geti farið að spyrna sér upp. Hann vonast til þess að flokksfólk fái aukinn byr í seglin eftir landsfund þegar ný forysta er tekin við. Staðan í alþjóðamálum eigi þátt í þverrandi stuðningi Heildarfylgi stjórnarflokkanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna mælist 27,8 prósent í nýrri könnun Gallup en til samanburðar mælist Samfylkingin ein og sér með 27,5 prósent stuðning. „Mér þykir mjög áhugavert að það er mjög víða í löndunum í kringum okkur þar sem ríkisstjórnir hafa verið að missa stuðning og fylgi í skoðanakönnunum tiltölulega hratt. Það er ekki einsdæmi hér á landi og ég held að staðan í alþjóðamálum sé að hluta til að valda þessu,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir augljóst að ef niðurstaða kosninga yrði í samræmi við mælingu Gallup myndi núverandi ríkisstjórn ekki halda meirihluta. „En við skulum nú sjá hvað gerist. Það verður spennandi að fara inn í síðasta vetur þessarar ríkisstjórnar. Ég hlakka allavega til að fara að móta áherslur inn í framtíðina með mínu góða fólki.“ Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn eftir sumarleyfi fór fram í dag. Guðmundur telur að efnahags- og samgöngumál verði fyrirferðamikil í haust, þar á meðal samgönguáætlun og Samgöngusáttmálinn á höfuðborgarstæðinu.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2. ágúst 2024 11:33