Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:00 Marie-Jose Perec og Teddy Riner kveiktu Ólympíueldinn sem var samt enginn eldur eftir allt saman. Getty/Carl Recine Það er margt öðruvísi en við erum vön á þessum sumarólympíuleikum. París hefur farið nýjar leiðir á mörgum sviðum og lagt ofurkapp á það að gera þessa leika að umhverfisvænum og hagkvæmum Ólympíuleikum. Meðal þess sem er sérstakt við þessa leika er Ólympíueldurinn sem er kveiktur við upphaf leikanna og slökktur við lok þeirra. Ekki á Ólympíuleikvanginum Ólympíueldurinn er vanalega hluti af Ólympíuleikvanginum en þar sem setningarhátíðin fór fram á Signu í þessum leikum þá var hann ekki þar. Það þurfti því að hugsa út fyrir kassann þegar kom að sjálfum Ólympíueldinum. Það var stór stund á setningarhátíðinni þegar eldurinn sveif upp í loftið fyrir neðan risastóran loftbelg og það er endurtekið á hverju kvöldi þegar það dimmir. Eldurinn er staðsettur í Tuileries garðinum við hið heimsfræga Louvre safn í miðborg Parísar. Engar grillaðar dúfur Það muna kannski sumir eftir því þegar dúfurnar grilluðust þegar Ólympíueldurinn var kveiktur á leikunum í Seoul 1988 en það er enginn hætta á slíku núna. Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun ekki eldur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Ólympíueldurinn er ekki eldur. LED ljós og úðakerfi sem sprautar vatni úr öllum áttum er hannað þannig að það lítur út fyrir að þarna sé eldur að brenna. Umhverfisvænt Vatnssprauturnar eru um tvö hundruð talsins og ljósin fjörutíu talsins. Skipuleggjendur leikanna segjast hafa farið þessa leið að umhverfisvænum ástæðum. Það breytir ekki því að þetta kemur mjög vel og það er stór stund á hverju kvöldi þegar eldurinn svífur upp í loftið við sólarlag. View this post on Instagram A post shared by SORTIRAPARIS 🇬🇧🇺🇸 (@sortiraparis.uk) Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Meðal þess sem er sérstakt við þessa leika er Ólympíueldurinn sem er kveiktur við upphaf leikanna og slökktur við lok þeirra. Ekki á Ólympíuleikvanginum Ólympíueldurinn er vanalega hluti af Ólympíuleikvanginum en þar sem setningarhátíðin fór fram á Signu í þessum leikum þá var hann ekki þar. Það þurfti því að hugsa út fyrir kassann þegar kom að sjálfum Ólympíueldinum. Það var stór stund á setningarhátíðinni þegar eldurinn sveif upp í loftið fyrir neðan risastóran loftbelg og það er endurtekið á hverju kvöldi þegar það dimmir. Eldurinn er staðsettur í Tuileries garðinum við hið heimsfræga Louvre safn í miðborg Parísar. Engar grillaðar dúfur Það muna kannski sumir eftir því þegar dúfurnar grilluðust þegar Ólympíueldurinn var kveiktur á leikunum í Seoul 1988 en það er enginn hætta á slíku núna. Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun ekki eldur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Ólympíueldurinn er ekki eldur. LED ljós og úðakerfi sem sprautar vatni úr öllum áttum er hannað þannig að það lítur út fyrir að þarna sé eldur að brenna. Umhverfisvænt Vatnssprauturnar eru um tvö hundruð talsins og ljósin fjörutíu talsins. Skipuleggjendur leikanna segjast hafa farið þessa leið að umhverfisvænum ástæðum. Það breytir ekki því að þetta kemur mjög vel og það er stór stund á hverju kvöldi þegar eldurinn svífur upp í loftið við sólarlag. View this post on Instagram A post shared by SORTIRAPARIS 🇬🇧🇺🇸 (@sortiraparis.uk)
Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira