Furðar sig á kjötafurðarstöðvunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. ágúst 2024 19:39 Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna. vísir Bændasamtökin furða sig á því að stóru kjötafurðarstöðvarnar noti ekki nýja upprunarvottun sem var gerð til að tryggja hag neytenda. Formaður samtakanna kallar eftir því að lög um upprunamerkingar verði hert Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“ Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Bændasamtökin kynntu nýja upprunamerkingu á síðasta ári sem heitir Íslenskt staðfest, eina vandamálið er að fáir framleiðendur virðast vilja nota hana. Til að matvara geti skartað nýja merkinu verður hlutfall íslensks hráefnis í samsettum vörum að vera minnst 75 prósent en 100 prósent í vörum á borð við kjöt og sjávarafurðir. Formaður bændasamtakanna furðar sig á því að fáir íslenskir framleiðendur nýti merkinguna og nefnir sérstaklega stóru afurðarstöðvarnar. Fréttamaður gekk um verslun með Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtakanna. Reyndu þeir í sameiningu að finna merkinguna á matvörum frá Íslandi. Merkingin fannst aðeins á tómötum og gúrkum. „Ég á nú ekki von á því að við finnum Íslenskt staðfest á kjötvörunni nei. Þetta væri nú ekkert flókið að setja hérna merki Íslenskt staðfest. Það stendur hérna í smáu letri, upprunaland Ísland. Við eigum ekkert að þurfa að lesa smátt letur til þess að skilja það og vita að varan sem við erum að kaupa er íslensk.“ Fjárfesting í bættum samskiptum Trausti segir framleiðendur ekki geta skýlt sér á bak við aukin kostnað vegna merkinga og að um fjárfestingu í bættum samskiptum við neytendur sé að ræða. Það sé hagsmunaatriði að merkja vörur skilmerkilega. „Það er bara réttur neytenda þegar þeir fara hérna út í verslun. Þá eiga þeir bara að geta gengið að því vísu að varan sem þau eru að kaupa er annað hvort innflutt, íslensk og þeir eiga að fá að vita það. Það á enginn að þurfa að grípa með sér kjötbakka, fara með hann heim og fatta þar að hann var að kaupa vöru sem hann ætlaði ekki að kaupa.“ Þurfi að herða reglur Grænmetisframleiðendur hafa tekið upp merkinguna og segir Trausti það vera til fyrirmyndar. „Hérna sjáum við skólabókardæmi um framsækna framleiðendur sem skilja þarfir og kröfur markaðarins.“ Að mati trausta þarf að herða reglur um upprunamerkingar kjöts og segir hann það skjóta skökku við að framleiðendur geti sleppt því að merkja vörur sínar ef þær eru kryddaðar eða blandaðar með aukaefnum. Núverandi lagarammi nær aðeins yfir nýtt, kælt eða fryst kjöt. „Ég hef ekki trú á öðru en að afurðarstöðvarnar komi með okkur í þetta. Þær þurfa bara að koma sér út úr því að vera rölta í gegnum þetta og fara aðeins að taka á sprett með þetta.“
Matvælaframleiðsla Matvöruverslun Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira