Refasveitarvegur Þorlákur Axel Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 15:00 Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð. Elsta heimild um nafnið Refasveit, sem mér er kunnugt, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem þeir tóku saman fyrir Engihlíðarhrepp haustið 1708. Jarðabókin er hrepps- og jarðalýsing, byggð á eiðsvörnum vitnisburði bænda í sveitinni. Þar stendur skrifað að Vatnahverfi sé fyrsti bærinn í Refasveit, þá Enni og síðan eru bæirnir taldir upp hver af öðrum: bakkabæirnir, Síða, Kúskerpi og Lækjardalsbæirnir, Mýrarbæirnir en við Úfagil í Laxárdal er skrifað að Refasveit taki þar enda. Höfuðbólin í Langadal, hjáleigur þeirra í Laxárdal og aðrir bæir þar, sem tilheyrðu hreppnum, voru ekki í Refasveit. Ekki einu sinni Refsstaðir. Páll Vídalín lögmaður bjó í Víðidalstungu í vestursýslunni og því öllum hnútum kunnugur í húnvetnskum sveitum. Jón Espólín sagði Pál lærðan mann og stórvitran en “haldinn nokkuð grályndur”. Það má ímynda sér að lögmaðurinn hafi strítt góðbændunum í Langadal á því að þeir byggju í Refasveit en þeir svarað fyrir sig með sannleika um hvar hún var og er, enda verkefnið allt í anda upplýsingarstefnunnar sem þarna var að hefjast og stendur enn. Talað var um Efri-byggð og Neðri-byggð í sveitinni og þegar vegur var lagður um hvorn hluta fékk sá um neðribyggðina það nafn frá Vegagerðinni en sá efri var með réttu nefndur Skagastrandarvegur enda lá leiðin þangað. Við innkeyrsluna á norðurenda þess hluta Skagastrandarvegar sem liggur um Efri-byggð, vegur sem ætti að fá nafn eftir því, hefur Vegagerðin nú sett upp skilti sem á stendur „Refasveit“. Frá skiltinu er ágætt útsýni að hól sem heitir Gildran en hóllinn er friðaður samkvæmt úrskurði Minjavarðar Norðurlands vestra enda er þar að finna ferhyrnda grjóthleðslu sem verið hefur refagildra. Þarna voru líka Skógargötur þar sem nýi vegurinn liggur, sagði okkur Garðar bóndi í Kúskerpi. Standi hugur Vegagerðarinnar til þess að halda gömlu nafni til haga, þá er nýi vegurinn um miðja sveitina réttnefndur Refasveitarvegur. Skiltið mætti nota við Blöndubrú áður en ekið er yfir til norðurs enda sá hluti Blönduósbæjar í Refasveit. Höfundur er kennari í Háskólanum á Akureyri en skrifar í Kúskerpi á Refasveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Vegagerð Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Vegagerðin fær miklar þakkir fyrir að leggja sléttan, breiðan og góðan veg um Refasveitina miðja frá þjóðvegi 1 að tveimur brúm yfir Laxá á Refasveit, nýja brú út á Skagaströnd en hina á veginum upp í Norðurárdal og þaðan yfir Biskupsleiti austur í Skagafjörð. Elsta heimild um nafnið Refasveit, sem mér er kunnugt, er jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem þeir tóku saman fyrir Engihlíðarhrepp haustið 1708. Jarðabókin er hrepps- og jarðalýsing, byggð á eiðsvörnum vitnisburði bænda í sveitinni. Þar stendur skrifað að Vatnahverfi sé fyrsti bærinn í Refasveit, þá Enni og síðan eru bæirnir taldir upp hver af öðrum: bakkabæirnir, Síða, Kúskerpi og Lækjardalsbæirnir, Mýrarbæirnir en við Úfagil í Laxárdal er skrifað að Refasveit taki þar enda. Höfuðbólin í Langadal, hjáleigur þeirra í Laxárdal og aðrir bæir þar, sem tilheyrðu hreppnum, voru ekki í Refasveit. Ekki einu sinni Refsstaðir. Páll Vídalín lögmaður bjó í Víðidalstungu í vestursýslunni og því öllum hnútum kunnugur í húnvetnskum sveitum. Jón Espólín sagði Pál lærðan mann og stórvitran en “haldinn nokkuð grályndur”. Það má ímynda sér að lögmaðurinn hafi strítt góðbændunum í Langadal á því að þeir byggju í Refasveit en þeir svarað fyrir sig með sannleika um hvar hún var og er, enda verkefnið allt í anda upplýsingarstefnunnar sem þarna var að hefjast og stendur enn. Talað var um Efri-byggð og Neðri-byggð í sveitinni og þegar vegur var lagður um hvorn hluta fékk sá um neðribyggðina það nafn frá Vegagerðinni en sá efri var með réttu nefndur Skagastrandarvegur enda lá leiðin þangað. Við innkeyrsluna á norðurenda þess hluta Skagastrandarvegar sem liggur um Efri-byggð, vegur sem ætti að fá nafn eftir því, hefur Vegagerðin nú sett upp skilti sem á stendur „Refasveit“. Frá skiltinu er ágætt útsýni að hól sem heitir Gildran en hóllinn er friðaður samkvæmt úrskurði Minjavarðar Norðurlands vestra enda er þar að finna ferhyrnda grjóthleðslu sem verið hefur refagildra. Þarna voru líka Skógargötur þar sem nýi vegurinn liggur, sagði okkur Garðar bóndi í Kúskerpi. Standi hugur Vegagerðarinnar til þess að halda gömlu nafni til haga, þá er nýi vegurinn um miðja sveitina réttnefndur Refasveitarvegur. Skiltið mætti nota við Blöndubrú áður en ekið er yfir til norðurs enda sá hluti Blönduósbæjar í Refasveit. Höfundur er kennari í Háskólanum á Akureyri en skrifar í Kúskerpi á Refasveit.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun