Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 10:34 Dagur Sigurðsson var tilbúinn með sína menn fyrir slaginn á móti Þjóðverjum í dag. Getty/Igor Kralj Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Króatíska liðið átti sinn besta leik í keppninni til þessa og vann á endanum fimm marka sigur, 31-26. Þetta var fyrsta tap strákanna hans Alfreðs því þýska liðið var búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í keppninni. Króatar töpuðu síðasta leiknum sínum sem var á móti Slóveníu. Alfreð má hafa áhyggjur ef lið hans ætlar að spila svona í næstu leikjum. Ivan Martinovic átti stórleik í króatíska liðinu og skoraði níu mörk. Reynsluboltarnir Domagoj Duvnjak (5 mörk) og Luka Cindric (5 mörk) léku einnig vel. Króatar byrjuðu leikinn vel og komust í 3-1 en þrjú þýsk mörk í röð komu þá Þjóðverjum yfir í 5-4. Liðin voru þarna að skipta á góðum sprettum því Króatar svöruðu með þremur mörkum í röð. Alfreð tók leikhlé eftir fimmtán mínútna leik þegar Króatar voru 7-5 yfir. Króatíska liðið var áfram með undirtökin og komst nokkrum sinnum þremur mörkum yfir. Í hálfleik munaði síðan tveimur mörkum á liðunum, 15-13, eftir flautumark frá Þjóðverjanum Juri Knorr. Króatinn Ivan Martinovic var markahæstur á vellinum í fyrri hálfleik með sex mörk en þýski línumaðurinn Johannes Golla var kominn með fimm mörk úr fimm skotum í hálfleik. Golla skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins og því var munurinn orðinn eitt mark en nær komust þeir ekki. Króatar gáfu nefnilega ekkert eftir og voru komnir fimm mörkum yfir, 20-15, þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Króatar skoruðu þá tvisvar í röð í autt mark eftir að Alfreð tók úr markvörðinn sinn. Alfreð tók leikhlé í stöðunni 21-16 fyrir Króatíu enda lið hans í miklum vandræðum. Þjóðverjar náðu smá spretti en munurinn minnkaði ekki mikið. Á endanum voru það lærisvenar Dags sem lönduðu öruggum og frekar sannfærandi sigri.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira