Gæti gosið á næstu dögum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 11:58 Það dregur til tíðinda á Reykjanesinu. Vísir/Sigurjón Spenna heldur áfram að aukast á Reykjanesi en nú hafa rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku safnast undir Svartsengi. Veðurstofa Íslands varar við því að kvikuhlaup án eldgoss nægi til að skapa hættu og valda tjóni í Grindavík en því fylgi jarðskjálftar og sprungur. Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Hættumat Veðurstofu Íslands fyrir Reykjanes og Grindavík helst óbreytt frá síðustu viku vegna yfirvofandi eldgoss. Talið er að eldgos geti hafist hvað úr hverju á næstu sjö til tíu dögum en náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir að aukin jarðskjálftavirkni á svæðinu bendi til þess að það dragi senn til tíðinda. „GPS mælingar sýna að síðustu daga hefur hægt örlítið á landrisinu. Þegar sú þróun í landrisi fer saman við jarðskjálftavirkni líkt og mældist á Sundhnúksgígaröðinni í gær, eru það vísbendingar um að það styttist í næsta kvikuhlaup og jafnvel eldgos,“ segir í tilkynningu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Kvikuhlaup án eldgoss gæti valdið tjóni „Þetta eru svona 20 til 30 skjálftar sem eru að mælast í kvikuganginum og það er bara áframhaldandi uppbygging á spennu á svæðinu sem við sjáum í þessari aukningu á skjálftum. Kvikuhólfslíkön sýna að það gæti gosið hvað úr hverju.“ Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, sem tekur fram að rúmlega 16 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast saman undir Svartsengi en Veðurstofan telur að 16 til 19 milljón rúmmetra þurfi til að koma af stað kvikuhlaupi eða eldgosi og gæti það því gerst hvenær sem er. Jóhanna bendir á að kvikuhlaup án eldgoss geti jafnvel skapað hættu og valdið tjóni í Grindavík. „Eins og til dæmis gerðist 10. nóvember þá varð kvikuhlaup án þess að það kæmi til eldgoss og við sáum nú hvað það gerði við Grindavík. Það veldur mikilli sprungufærslu þó það komi ekki til eldgoss. Það er í raun þessi aflögun þegar að kvikan er að þrýstast inn í kvikuganginn þá verður eitthvað að gefa eftir.“ Smáskjálftavirkni á svæðinu Smáskjálftavirkni mældist á svæðinu í gær og stóð yfir í um 50 mínútur en Jóhanna segir það merki um aukin þrýsting og spennu á svæðinu sem þurfi að losa um með einum eða öðrum hætti. „Þetta gæti hafa verið kvika að reyna komast af stað en hún hefur ekki komist langt.“ Þetta er þá merki um einhverja kvikuhreyfingu á svæðinu? „Já þetta er klárlega merki um að þarna er mikil spenna sem gæti brostið hvað úr hverju.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira