Þórir með stelpurnar sínar á sigurbraut í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:24 Henny Reistad kom aftur inn í norska landsliðið í dag og skoraði fjögur mörk. Getty/Buda Mendes Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska handboltalandsliðinu unnu sex marka sigur á Suður Kóreu, 26-20, í dag í þriðja leik sínum á Ólympíuleikunum í París. Noregur tapaði óvænt á móti Svíum í fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með tveimur sigrum í röð, á Danmörku og nú Suður Kóreu. Þórir gat telft fram fullu liði í fyrsta sinn á þessum Ólympíuleikum eftir að ljóst varð að besta handboltakona heima undanfarin ár, Henny Reistad, var orðin leikfær. Hornamaðurinn Stine Skogrand var markahæst í norska landsliðinu með fimm mörk en skoraði nokkur þeirra með flottum langskotum. Veronica Kristiansen og Reistad voru báðar með fjögur mörk. Hin 44 ára Katrine Lunde átti stórleik í norska markinu í seinni hálfleiknum. Norsku stelpurnar byrjuðu vel og komust í 2-0 og 4-1 í upphafi leiks. Eftir þrjú kóresk mörk í röð og jafna stöðu í 5-5 þá sendi Þórir stórstjörnuna Henny Reistad inn á völlinn og hún fiskaði víti eftir nokkrar sekúndur. Norska liðið var alltaf skrefinu á undan en þær kóresku gáfu ekkert eftir og skoruðu meðal annars sirkusmark þegar þær voru marki undir. Reistad var augljóslega smá ryðguð eftir fjarveruna og hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá henni í fyrri hálfleiknum. Noregur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, eftir að þær kóresku skoruðu síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti. Reistad skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiksins og þær norsku voru komnar fjórum mörkum yfir, 17-13. Þegar hálfleikurinn var næstum því hálfnaður var munurinn orðinn sex mörk, 20-14. Katrine Lunde var komin í norska markið og reyndist þeim kóresku afar erfið viðureignar. Lunde varði sjö af fyrstu ellefu skotunum sem komu á hana í leiknum. Sigur norska liðsins var aldrei í hættu í þessum ójafna seinni hálfleik. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Noregur tapaði óvænt á móti Svíum í fyrsta leik sínum en hefur síðan svarað með tveimur sigrum í röð, á Danmörku og nú Suður Kóreu. Þórir gat telft fram fullu liði í fyrsta sinn á þessum Ólympíuleikum eftir að ljóst varð að besta handboltakona heima undanfarin ár, Henny Reistad, var orðin leikfær. Hornamaðurinn Stine Skogrand var markahæst í norska landsliðinu með fimm mörk en skoraði nokkur þeirra með flottum langskotum. Veronica Kristiansen og Reistad voru báðar með fjögur mörk. Hin 44 ára Katrine Lunde átti stórleik í norska markinu í seinni hálfleiknum. Norsku stelpurnar byrjuðu vel og komust í 2-0 og 4-1 í upphafi leiks. Eftir þrjú kóresk mörk í röð og jafna stöðu í 5-5 þá sendi Þórir stórstjörnuna Henny Reistad inn á völlinn og hún fiskaði víti eftir nokkrar sekúndur. Norska liðið var alltaf skrefinu á undan en þær kóresku gáfu ekkert eftir og skoruðu meðal annars sirkusmark þegar þær voru marki undir. Reistad var augljóslega smá ryðguð eftir fjarveruna og hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá henni í fyrri hálfleiknum. Noregur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11, eftir að þær kóresku skoruðu síðasta mark hálfleiksins úr vítakasti. Reistad skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiksins og þær norsku voru komnar fjórum mörkum yfir, 17-13. Þegar hálfleikurinn var næstum því hálfnaður var munurinn orðinn sex mörk, 20-14. Katrine Lunde var komin í norska markið og reyndist þeim kóresku afar erfið viðureignar. Lunde varði sjö af fyrstu ellefu skotunum sem komu á hana í leiknum. Sigur norska liðsins var aldrei í hættu í þessum ójafna seinni hálfleik.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira