Mikið undir hjá vængbrotnum KR-ingum: „Þýðir ekkert að væla yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2024 14:01 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir ljóst að hans menn þurfi að sækja þrjú stig sem allra fyrst. Vísir/Diego Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, segir tíma til kominn fyrir hans menn að ná í þrjú stig. KR mætir KA að Meistaravöllum í Bestu deild karla klukkan 18:00 í kvöld. KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15. KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
KR hefur spilað sjö deildarleiki í röð án þess að vinna og er aðeins þremur stigum frá botnsæti deildarinnar. Pálmi Rafn segir menn meðvitaða um stöðuna fyrir kvöldið. „Þetta leggst bara vel í mig. Þetta er bara hrikalega mikilvægur leikur, eins og allir aðrir leikir hjá okkur þessa dagana. Við þurfum virkilega að fara að sækja fleiri stig. Það er bara augljóst,“ segir Pálmi Rafn í samtali við Vísi. Meiðslastaðan er ekki góð vesturfrá. Það fór betur en áhorfðist hjá Theódóri Elmari Bjarnasyni sem meiddist í síðustu viku. Hann er með heilt krossband en verður þó frá um hríð. Önnur meiðsli eru í hópnum. „Við höfum verið ótrúlega óheppnir með hópinn okkar og meiðslin. Það er bara eitthvað sem við því miður Þurfum að glíma við og leysa. Elmar verður frá í einhvern tíma og fyrir eru aðrir frá. Vonandi styttist í Flóka [Kristján Flóka Finnbogason] og það er óvissa með Bigga [Birgi Stein Styrmisson]. Jói [Jóhannes Kristinn Bjarnason] er að koma til baka núna loksins, Aron Kristófer [Lárusson] fékk högg og er frá,“ „Þetta er búið að vera frekar mikið. En það er bara svo mikið sem maður hefur stjórn á þessu. Við þurfum bara glíma við þetta,“ segir Pálmi Rafn og bætir við: „Við erum með aðra menn sem stíga inn og erum ennþá með sterkt lið, finnst mér, mjög sterkt lið. Það þýðir ekkert að væla yfir þessu.“ Öfugt við KR hefur KA leikið vel undanfarið. Liðið er á mikilli siglingu og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Pálmi býst við hörkuleik. „Ég býst bara við hörkuleik milli tveggja liða sem þurfa helst stigin. En auðvitað held ég að þetta verði þægilegra fyrir þá að koma inn og geta beðið og séð hvað við ætlum að gera,“ „Ég reikna með að þeir komi þokkalega sáttir með stigið til að byrja með en reyni að refsa okkur. Þeir sjá eflaust möguleika í því, eðlilega, á miðað við hvernig við höfum spilað undanfarið,“ segir Pálmi Rafn. Leikur KR og KA hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Að honum loknum gerir Stúkan alla umferðina í Bestu deildinni upp, klukkan 20:15.
KR Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast