Myndum greiða miklu meira Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júlí 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Þetta hafa verið niðurstöður allra rannsókna sem gerðar hafa verið í þeim efnum. Við yrðum þannig á meðal þeirra ríkja innan Evrópusambandsins sem eru svonefndir nettó-greiðendur til þess. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Fyrir vikið var afar athyglisvert að lesa grein Gauta Kristmannssonar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hann dró upp afar dökka mynd af framtíð Reykjanesskagans og vildi meina að við slíkar aðstæður kæmi sér vel að vera innan Evrópusambandsins til þess að komast í sjóði þess. Veruleikinn er hins vegar sá sem fyrr segir að við værum alltaf að greiða meira í sjóði sambandsins en það sem við gætum mögulega fengið úr þeim. Viðvarandi fjöldaatvinnuleysi Fleira varð Gauta að yrkisefni. Til að mynda gaf hann ekkert fyrir það að sjálfstæður gjaldmiðill væri ávísun á minna atvinnuleysi. Fjölmargir hefðu þannig misst vinnuna í kjölfar bankahrunsins 2008 og ófáir leitað út fyrir landsteinana að vinnu. Vissulega rétt þó það ástand hafi aðeins varað tímabundið. Miklu fleiri hafa hins vegar komið hingað til lands til vinnu á liðnum árum. Einkum frá Evrópusambandinu. Meðalatvinnuleysi á ársgrundvelli fór mest í 8,3% í kjölfar bankahrunsins. Árlegt meðalatvinnuleysi hefur verið um 4,3% hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en um 10% á evrusvæðinu. Jafnvel á uppgangstímum hefur atvinnuleysi þar verið mun meira en hérlendis. Þá er atvinnuleysi innan svæðisins iðulega talsvert meira en innan Evrópusambandsins í heild. Það er að viðbættum ríkjum sem ekki nota evruna. Minna árlegt atvinnuleysi varð þannig í kjölfar bankahrunsins en hefur lengst af verið viðvarandi á evrusvæðinu. Sveiflur í hagkerfum hverfa enda ekki við það að festa gengið eins og fælist í upptöku evrunnar heldur koma einfaldlega fram annars staðar og þá yfirleitt í atvinnustiginu. Þá heitir sá stöðugleiki sem sagður er hafa ríkt á evrusvæðinu réttu nafni efnahagsleg stöðnun og þykir ekki beint æskilegur. Hraðbátarnir og olíuskipið Hvað kórónuveirufaraldurinn varðar, sem Gauti kaus að nefna sem dæmi um það að gott væri að vera í sem nánustum tengslum við Evrópusambandið, tók sambandið bæði seint og illa við sér varðandi bólusetningar og eftirleikurinn varð ekki betri. Þetta varð meðal annars til þess að ófá ríki þess, þar á meðal Þýzkaland, gáfust upp á seinaganginum hjá því og fóru að verða sér úti um bóluefni á eigin vegum. Framganga Evrópusambandsins var harðlega gagnrýnd af miklum Evrópusambandssinnum eins og til dæmis Guy Verhofstadt, fyrrverandi forseta þings sambandsins, sem sakaði það meðal annars um að hafa klúðrað samningum við lyfjaframleiðendur. Þannig hefði til að mynda verið fyrir að fara mjög óljósu orðalagi í samningunum varðandi afhendingartíma ólíkt til dæmis samningum Breta. Spurð út í seinagang Evrópusambandsins miðað við ýmis ríki utan þess gaf Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þá skýringu í febrúar 2021 að ákvarðanaferlið innan þess væri flókið og tímafrekt: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip,“ sagði von der Leyen. Með öðrum orðum svifaseint og lengi að bregðast við. Bölsýnistalið kemur ekki á óvart Framganga Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins er ekkert einsdæmi þegar krísuástand hefur skapazt. Þannig hafa viðbrögð sambandsins ítrekað mislukkast með hliðstæðum hætti þegar miklir erfiðleikar hafa knúið dyra á liðnum árum. Hvort sem það hefur verið, fyrir utan kórónuveirufaraldurinn, efnahagskrísan fyrir 15 árum, flóttamannakrísan um miðjan síðasta áratug eða Úkraínustríðið. Hins vegar hefur samruninn innan Evrópusambandsins og forvera þess alla tíð þrifizt á krísum í samræmi við forskrift franska diplómatans Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, um að krísur yrðu drifkraftur hennar. Við þær aðstæður væri hægt að fá fólk til þess að taka ákvarðanir sem það væri annars mótfallið. Bölsýnistal Gauta kemur þannig ekki mjög á óvart. Við þetta bætist síðan til að mynda sá veruleiki að vægi ríkja innan Evrópusambandsins þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar á meðal um sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga afar miklu máli. Með öðrum orðum er auðvitað miklu betra hlutskipti að vera hraðbátur en svo gott sem áhrifalausir farþegar í svifaseinu olíuskipi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Þetta hafa verið niðurstöður allra rannsókna sem gerðar hafa verið í þeim efnum. Við yrðum þannig á meðal þeirra ríkja innan Evrópusambandsins sem eru svonefndir nettó-greiðendur til þess. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Fyrir vikið var afar athyglisvert að lesa grein Gauta Kristmannssonar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hann dró upp afar dökka mynd af framtíð Reykjanesskagans og vildi meina að við slíkar aðstæður kæmi sér vel að vera innan Evrópusambandsins til þess að komast í sjóði þess. Veruleikinn er hins vegar sá sem fyrr segir að við værum alltaf að greiða meira í sjóði sambandsins en það sem við gætum mögulega fengið úr þeim. Viðvarandi fjöldaatvinnuleysi Fleira varð Gauta að yrkisefni. Til að mynda gaf hann ekkert fyrir það að sjálfstæður gjaldmiðill væri ávísun á minna atvinnuleysi. Fjölmargir hefðu þannig misst vinnuna í kjölfar bankahrunsins 2008 og ófáir leitað út fyrir landsteinana að vinnu. Vissulega rétt þó það ástand hafi aðeins varað tímabundið. Miklu fleiri hafa hins vegar komið hingað til lands til vinnu á liðnum árum. Einkum frá Evrópusambandinu. Meðalatvinnuleysi á ársgrundvelli fór mest í 8,3% í kjölfar bankahrunsins. Árlegt meðalatvinnuleysi hefur verið um 4,3% hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en um 10% á evrusvæðinu. Jafnvel á uppgangstímum hefur atvinnuleysi þar verið mun meira en hérlendis. Þá er atvinnuleysi innan svæðisins iðulega talsvert meira en innan Evrópusambandsins í heild. Það er að viðbættum ríkjum sem ekki nota evruna. Minna árlegt atvinnuleysi varð þannig í kjölfar bankahrunsins en hefur lengst af verið viðvarandi á evrusvæðinu. Sveiflur í hagkerfum hverfa enda ekki við það að festa gengið eins og fælist í upptöku evrunnar heldur koma einfaldlega fram annars staðar og þá yfirleitt í atvinnustiginu. Þá heitir sá stöðugleiki sem sagður er hafa ríkt á evrusvæðinu réttu nafni efnahagsleg stöðnun og þykir ekki beint æskilegur. Hraðbátarnir og olíuskipið Hvað kórónuveirufaraldurinn varðar, sem Gauti kaus að nefna sem dæmi um það að gott væri að vera í sem nánustum tengslum við Evrópusambandið, tók sambandið bæði seint og illa við sér varðandi bólusetningar og eftirleikurinn varð ekki betri. Þetta varð meðal annars til þess að ófá ríki þess, þar á meðal Þýzkaland, gáfust upp á seinaganginum hjá því og fóru að verða sér úti um bóluefni á eigin vegum. Framganga Evrópusambandsins var harðlega gagnrýnd af miklum Evrópusambandssinnum eins og til dæmis Guy Verhofstadt, fyrrverandi forseta þings sambandsins, sem sakaði það meðal annars um að hafa klúðrað samningum við lyfjaframleiðendur. Þannig hefði til að mynda verið fyrir að fara mjög óljósu orðalagi í samningunum varðandi afhendingartíma ólíkt til dæmis samningum Breta. Spurð út í seinagang Evrópusambandsins miðað við ýmis ríki utan þess gaf Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þá skýringu í febrúar 2021 að ákvarðanaferlið innan þess væri flókið og tímafrekt: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip,“ sagði von der Leyen. Með öðrum orðum svifaseint og lengi að bregðast við. Bölsýnistalið kemur ekki á óvart Framganga Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins er ekkert einsdæmi þegar krísuástand hefur skapazt. Þannig hafa viðbrögð sambandsins ítrekað mislukkast með hliðstæðum hætti þegar miklir erfiðleikar hafa knúið dyra á liðnum árum. Hvort sem það hefur verið, fyrir utan kórónuveirufaraldurinn, efnahagskrísan fyrir 15 árum, flóttamannakrísan um miðjan síðasta áratug eða Úkraínustríðið. Hins vegar hefur samruninn innan Evrópusambandsins og forvera þess alla tíð þrifizt á krísum í samræmi við forskrift franska diplómatans Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, um að krísur yrðu drifkraftur hennar. Við þær aðstæður væri hægt að fá fólk til þess að taka ákvarðanir sem það væri annars mótfallið. Bölsýnistal Gauta kemur þannig ekki mjög á óvart. Við þetta bætist síðan til að mynda sá veruleiki að vægi ríkja innan Evrópusambandsins þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar á meðal um sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga afar miklu máli. Með öðrum orðum er auðvitað miklu betra hlutskipti að vera hraðbátur en svo gott sem áhrifalausir farþegar í svifaseinu olíuskipi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar