Frakkar byrjuðu leikinn töluvert betur og náðu fjögurra marka forskoti, 9-5, í byrjun en Danir jöfnuðu fljótlega og leiddu með einu marki í hálfleik, 17-18.
Danir hófu seinni hálfleikinn á 4-0 áhlaupi og létu forystuna ekki ef hendi eftir það, en Frökkum tókst þó að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar um stundarfjórðungur lifði af leiknum. Þá skoruðu Danir fimm mörk í röð og sigurinn nokkurn veginn í höfn, lokatölur 37-29.
Dagur Sigurðsson stýrði Króatíu í sínum fyrsta keppnisleik í dag og mætti þar sínu gamla liði, Japan. Boðið var upp á ótrúlega dramatík þar sem Króatar stálu sigrinum á lokasekúndunum. Lokatölur 30-29.
Dagur Sigurðsson stýrði Króatíu í fyrsta sinn í dag og mætti sínum gömlu félögum í Japan í ótrúlegum leik. Króatar hreinlega stálu sigrinum eftir dramatískar lokasekúndur. pic.twitter.com/HNJ9AaUbnz
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 27, 2024
Þá unnu lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi góðan 30-27 sigur á Svíþjóð en alls fóru sex handboltaleikir fram á Ólympíuleikunum í kvöld.
Úrslit í öðrum leikjum dagsins
Spánn - Slóvenía 25-22
Ungverjaland - Egyptaland 32-35
Noregur - Argentína 36-31