Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu ReyCup. Þá biðlar stjórn mótsins til allra á mótasvæði, liðstjóra og þjálfara að standa saman gegn fordómum og tilkynna öll atvik til mótsstjórnar.
Verði keppandi, þjálfari eða aðstandandi uppvís að slíku sé refsingin tafarlaus brottvísun úr mótinu. Einnig gæti liði viðkomandi verið vísað úr keppni.