Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júlí 2024 12:05 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á mánudag og þriðjudag þar sem hald var lagt á fíkniefnin auk um þriggja milljóna króna í reiðufé. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs. „Það eru fimm í vikulöngu gæsluvarðhaldi en við handtókum fleiri í tengslum við málið. Það var lagt hald á um sextán kíló af kannabisefnum auk annarra efna eins amfetamín og töflur. Það að þessi fjöldi sé settur í gæsluvarðhald sýnir að við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Grímur. Teygi anga sína víðar Hann segir að málið snúi að smásölumarkaði með fíkniefni en sé að öllum líkindum víðfeðmara. „Oft er það þannig þegar við hefjum svona rannsóknir, þá teygir málið sig víðar. Það koma upp fleiri mál í kjölfarið. Þannig að mögulega getum við horft til þess að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi eða að skipulagðir hópar standi að málinu,“ segir Grímur. Salan á samfélagsmiðlum Grímur segir að sala fíkniefnanna hafi farið fram fyrir opnum tjöldum. Hann útilokar ekki að fleiri mál komi upp á næstunni. Undanfarin ár hefur sala fíkniefna farið fram fyrir tiltölulega opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Sölufólk virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að vera tekið við slíka iðju. Það er líka töluvert magn í umferð í smásölu. Við erum að taka á þessu og fylgjumst grannt með. Aðspurður um hvort sé merki um að viðhorf í samfélaginu til fíkniefnaneyslu sé að breytast svarar Grímur. „Það má segja það að fíkniefnaneysla er meira normalíseruð í samfélaginu nú en fyrir einhverjum tugum ára. En þessi efni eru ólögleg og okkur ber að hafa eftirlit með því,“ segir Grímur að lokum. Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit á mánudag og þriðjudag þar sem hald var lagt á fíkniefnin auk um þriggja milljóna króna í reiðufé. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs. „Það eru fimm í vikulöngu gæsluvarðhaldi en við handtókum fleiri í tengslum við málið. Það var lagt hald á um sextán kíló af kannabisefnum auk annarra efna eins amfetamín og töflur. Það að þessi fjöldi sé settur í gæsluvarðhald sýnir að við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Grímur. Teygi anga sína víðar Hann segir að málið snúi að smásölumarkaði með fíkniefni en sé að öllum líkindum víðfeðmara. „Oft er það þannig þegar við hefjum svona rannsóknir, þá teygir málið sig víðar. Það koma upp fleiri mál í kjölfarið. Þannig að mögulega getum við horft til þess að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi eða að skipulagðir hópar standi að málinu,“ segir Grímur. Salan á samfélagsmiðlum Grímur segir að sala fíkniefnanna hafi farið fram fyrir opnum tjöldum. Hann útilokar ekki að fleiri mál komi upp á næstunni. Undanfarin ár hefur sala fíkniefna farið fram fyrir tiltölulega opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Sölufólk virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að vera tekið við slíka iðju. Það er líka töluvert magn í umferð í smásölu. Við erum að taka á þessu og fylgjumst grannt með. Aðspurður um hvort sé merki um að viðhorf í samfélaginu til fíkniefnaneyslu sé að breytast svarar Grímur. „Það má segja það að fíkniefnaneysla er meira normalíseruð í samfélaginu nú en fyrir einhverjum tugum ára. En þessi efni eru ólögleg og okkur ber að hafa eftirlit með því,“ segir Grímur að lokum.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira