Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 10:59 Íris segir óbreytta bændur ekki hafa efni á malbiki. Vísir/Samsett Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði. Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira