Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Ritstjórn skrifar 26. júlí 2024 10:35 Guðrún bíður eftir svörum frá Þjóðskrá um nafnabreytinguna. vísir Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“ Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“
Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38
Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07