Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara Ritstjórn skrifar 26. júlí 2024 10:35 Guðrún bíður eftir svörum frá Þjóðskrá um nafnabreytinguna. vísir Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu. Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“ Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir málið hið sérkennilegasta en Mohamad var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og önnur brot. „Já mér finnst þetta kalla á viðbrögð. Mér finnst dapurlegt að sjá að einstaklingar, hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar, ætli að misnota þau kerfi, lög og reglur sem við höfum sammælst um hér,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir og bætir við að hér á landi hafi ríkt nokkuð frjálsleg stefna þegar kemur að breytingu á mannanöfnum eða kenninöfnum. Ríkar ástæður þurfi að vera að baki Þá telur hún fulla ástæðu til að skoða nánar hvernig unnið sé eftir þessum lögum. „Það er alveg skýrt að við erum með ákvæði í lögunum sem heimila fólki að skipta um kenninafn ef ríkar ástæður eru þar að baki. Hins vegar höfum við verið ströng í túlkun okkar á því ákvæði, hvernig ber að gera það.“ Og hefur Guðrún þegar óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um hvernig þau beita þessu undanþáguákvæði. „Og ég vænti svara frá þeim í þá veruna og þegar ég hef fengið þau svör þá get ég fyrst tekið ákvörðun um hvort ég telji ástæðu til að annað hvort gera breytingar á lögunum eða gera breytingar á því vinnufyrirkomulagi sem þarna er viðhaft.“ Ekki tilgangur laganna „Ég vil ítreka að þessi sveigjanleiki sem íslensk stjórnvöld veita landsmönnum, að hafa tækifæri til að skipta um nafn, hann var aldrei hugsaður til þess að dæmdir afbrotamenn gætu nýtt sér þessa möguleika til þess að fela sig einhvern veginn undir öðrum formerkjum hér í samfélaginu.“
Mannanöfn Mál Mohamad Kourani Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38 Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Fráleitt að vernda glæpamenn frá eigin nafni Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velta fyrir sér nafnabreytingu manns sem áður hét Mohamad Kourani og nú Mohamad Thor Jóhannesson. Mögulega sé mál hans dæmi sem bendi til þess að endurskoða þurfi nafnalögin. 23. júlí 2024 21:38
Kourani þurfti undanþágu til að heita Jóhannesson Sakamaðurinn sem áður gegndi nafninu Mohamad Kourani hefur ákveðið að breyta um eftirnafn. Deildarstjóri hjá Þjóðskrá segir stofnunina ekki geta komið í veg fyrir að fólk skipti um nafn. Undanþáguákvæði gerir það að verkum að hann má kenna sig við Jóhannes. 23. júlí 2024 12:07