„Martraðarbyrjun“ norska landsliðsins lýst sem fíaskói Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2024 10:30 Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Vísir/EPA Óhætt er að segja að norska þjóðin sé í hálfgerðu sjokki eftir fremur óvænt tap ríkjandi Evrópumeistaranna í norska kvennalandsliðinu í handbolta gegn grönnum sínum frá Svíþjóð í fyrsta leik liðanna á Ólympíuleikunum í París. Íslendingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari liðsins en eftir tapið í gær hafa norskir fjölmiðlar farið hamförum. Kallað tapið „martraðarbyrjun.“ Norska liðið leiddi með tveimur mörkum, 17-15, þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik í gær. Mest komst liðið svo í fjögurra marka forystu þegar að lið á seinni hálfleikinn en þegar að um tuttugu mínútur eftir lifðu að leiknum tóku hlutirnir stefnu til hins verra. Sænska liðið, sem vel að merkja er enginn aukvisi þegar kemur að kvennahandboltanum og býr yfir sterku landsliði, gekk á lagið. Náði að brúa bilið og að lokum tryggja sér fjögurra marka sigur, 32-28. Frábær byrjun fyrir Svíana. Tapið virðist hafa komið sem algjört sjokk fyrir norsku þjóðina og kjarnast það kannski einna helst í fréttaflutningi norsku miðlanna af leiknum. „Martraðarbyrjun fyrir Noreg: Hrun og krísa eftir tap,“ er fyrirsögnin á frétt VG í Noregi um leikinn en um er að ræða fyrsta sigur Svíþjóðar á norska kvennalandsliðinu í handbolta í um sex ár. TV2 segir leikinn hafa verið „Norskt fíaskó.“ Og fer þar sérfræðingur miðilsins, Bent Svele yfir stöðuna og frammistöðu norska landsliðsins. Liðið hafi gert mistök sem norska landsliðið eigi ekki að gera. Dagbladet segir niðurstöðuna vera „handbolta sjokk“ og sérfræðingur miðilsins, Ole Gustav Gjekstad, segir norska liðið þarna hafa upplifað sjaldgæft hrun í leik sínum. Enn er nóg af leikjum eftir og tækifæri til staðar fyrir Þóri og hans leikmenn í norska liðinu og slá frá sér. Enginn skyldi útiloka Evrópumeistaranna í baráttunni um Ólympíugullið. Norska landsliðið, sem er í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Þýskalandi og Slóveníu, mætir Danmörku í næsta leik sínum á Ólympíuleikunum á sunnudaginn kemur. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppnina. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Noregur Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira
Norska liðið leiddi með tveimur mörkum, 17-15, þegar að liðin gengu inn til búningsherbergja í hálfleik í gær. Mest komst liðið svo í fjögurra marka forystu þegar að lið á seinni hálfleikinn en þegar að um tuttugu mínútur eftir lifðu að leiknum tóku hlutirnir stefnu til hins verra. Sænska liðið, sem vel að merkja er enginn aukvisi þegar kemur að kvennahandboltanum og býr yfir sterku landsliði, gekk á lagið. Náði að brúa bilið og að lokum tryggja sér fjögurra marka sigur, 32-28. Frábær byrjun fyrir Svíana. Tapið virðist hafa komið sem algjört sjokk fyrir norsku þjóðina og kjarnast það kannski einna helst í fréttaflutningi norsku miðlanna af leiknum. „Martraðarbyrjun fyrir Noreg: Hrun og krísa eftir tap,“ er fyrirsögnin á frétt VG í Noregi um leikinn en um er að ræða fyrsta sigur Svíþjóðar á norska kvennalandsliðinu í handbolta í um sex ár. TV2 segir leikinn hafa verið „Norskt fíaskó.“ Og fer þar sérfræðingur miðilsins, Bent Svele yfir stöðuna og frammistöðu norska landsliðsins. Liðið hafi gert mistök sem norska landsliðið eigi ekki að gera. Dagbladet segir niðurstöðuna vera „handbolta sjokk“ og sérfræðingur miðilsins, Ole Gustav Gjekstad, segir norska liðið þarna hafa upplifað sjaldgæft hrun í leik sínum. Enn er nóg af leikjum eftir og tækifæri til staðar fyrir Þóri og hans leikmenn í norska liðinu og slá frá sér. Enginn skyldi útiloka Evrópumeistaranna í baráttunni um Ólympíugullið. Norska landsliðið, sem er í riðli með Danmörku, Svíþjóð, Suður-Kóreu, Þýskalandi og Slóveníu, mætir Danmörku í næsta leik sínum á Ólympíuleikunum á sunnudaginn kemur. Fjögur efstu lið riðilsins komast áfram í útsláttarkeppnina.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Noregur Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Stuð stuðningsfólks í Kristianstad Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Sjá meira