Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júlí 2024 18:53 Sölvi og Linda horfa til þess að flytja aftur til Grindavíkur. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim. Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Margir Grindvíkingar eru fluttir til höfuðborgarinnar eða nærliggjandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við í dag bera þó þá von í brjósti að geta flutt aftur heim. Fréttastofa hitti til að mynda fyrir þau Sölva Guðnason og Lindu Björk Gunnarsdóttur, sem voru að tæma hús sitt í Grindavík. Þau hafa selt það Þórkötlu fasteignafélagi og komið sér fyrir í Njarðvík. „Við komum núna til að taka restina af dótinu. Svo er maður ekki alveg á því að yfirgefa þetta allt endanlega,“ segir Sölvi. Linda segir þau gjarnan vilja flytja aftur til Grindavíkur. „Þegar það verða komnir skólar og íþróttastarf, þá værum við alveg til í það,“ segir hún. Jakub Malodzinski tekur undir þetta. „Auðvitað vil ég koma aftur. Þetta er fallegasti bær á Íslandi. Ég vil ekki glata heimili mínu hér,“ segir hann. Fleiri Grindvíkingar sem fréttastofa ræddi við eru sama sinnis, en sjá má viðtöl við þá í spilaranum ofar í fréttinni. Jakub segir Grindavík vera fallegasta bæ landsins.Vísir/Sigurjón Líst vel á að byggja bæinn upp Allt að 300 manns starfa í Grindavík á hverjum degi, en samkvæmt uppfærðu hættumati eru taldar miklar líkur á að gjósa muni innan bæjarmarkanna. Almannavarnir segja að fyrirvari eldgoss gæti verið fáeinar mínútur. Þrátt fyrir það stendur til að ráðast í viðgerðir innan bæjarins eftir verslunarmannahelgi. Þeir íbúar sem fréttastofa ræddi við eiga það sameiginlegt að lítast vel á þær hugmyndir. „Bara ljómandi vel. Því fyrr því betra bara. Opna bæinn og svona,“ segir Vilhjálmur J. Lárusson, kokkur og rekstraraðili á Sjómannsstofunni Vör. Vilhjálmur hefur í nógu að snúast þrátt fyrir fámenni í bænum, en á veitingastaðinn kemur fjöldi þeirra sem vinna í bænum í hádegismat á hverjum degi. Vilhjálmur segir að byggja eigi upp bæinn eins fljótt og auðið er.Vísir/Sigurjón Fleiri taka í sama streng varðandi viðgerðir, en telja þó ráðlegt að bíða örlítið. „Það er frábært að það eigi að fara að laga bæinn. Ég ætla að flytja hingað aftur eftir nokkur ár. Ég ætla að stoppa stutt í bænum og koma aftur. En við mættum aðeins bíða með að fara af stað. En mér finnst alveg geðveikt að það eigi að fara að laga bæinn og gera hann aftur eins og hann var,“ segir Björgvin Björgvinsson. Björgvin er á því að stoppa aðeins stutt í bænum, og flytja svo aftur til Grindavíkur.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að fyrirvari eldgoss gæti orðið afar skammur eru viðmælendur fréttastofu hvergi bangnir. „Ég er nú búinn að vera hérna meira og minna svona þegar það hefur mátt, allan tímann. Þetta truflar mig voða lítið,“ segir Bjarki Sigmarsson. Bjarki segist litlar áhyggjur hafa.Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir fámenni í bænum þá er nóg að gera á Sjómannastofunni Vör í hádeginu, þar sem vinnandi fólk í Grindavík kemur til að næra sig.Vísir/Sigurjón
Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira