Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 16:22 Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug eftir ferðamanninum í Jökulfirði þangað sem ekki er fært með bíl. Þaðan var hann fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem hann taldi ekki þörf á frekari aðhlynningu. Heit sturta, pítsa og hótelbergi var honum efst í huga. Vísir/Sara Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira