Til fyrirmyndar? Sverrir Björnsson skrifar 24. júlí 2024 15:00 Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi. Þar sem ég dvel í Airbnb íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrum menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta er hin raunverulega stærð þess? Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt að Rússar skyldu gera netárás á einmitt þá sem hafa sýnt ástæðum þeirra fyrir að ráðast inn í Úkraínu og drepa þar konur og börn mestan skilning. Margoft hefur í blaðinu verið talað um að útþensla Nato til austurs sé megin ástæða stríðsins en ekki yfirgangur og stórveldisdraumar Putins. Svo ræðst hann á Moggann! Það er vandi að velja sér vini. Nú var spennandi að sjá fyrir hverju var barist að koma út um nóttina. Mestur hluti þessara 16 síðna var eins og venjulega auglýsingar og minningargreinar, nokkrar síður af fréttum og svo auðvitað miðopnan, hugmyndafræðilegt hjarta blaðsins. Þar var lofgrein um Danmörku eftir Prófessor Emeritus Hannes Hólmstein Gissurarson: Danmörk til fyrirmyndar-um margt. Þar rennir prófessorinn sér hratt í gegnum sögu Danmerkur og flokkar allt sem fyrir verður sem dæmi um að fjármála- og athafnafrelsi hafi byggt það samfélag sem Danmörk er í dag. Merkismenn í sögu Danmerkur allt frá konungum víkingaaldar til seinni tíma heimspekinga og guðfræðinga eru nefndir sem dæmi um frjálshyggjumenn fyrri tíma. Þess vegna er Danskt samfélag svo ágætt sem það er. Margt kom fram í greininni og óþarfi að endurtaka það hér en það sem vakti mesta athygli mína var það sem var þar ekki að finna. Í úttektinni á hvers vegna Danmörk er jafn frábært land og raun ber vitni minnist uppgjafa prófessorinn ekki einu orði á að það voru sterk áhrif samtaka verka- og launafólks í uppbyggingu nútímasamfélagsins mótuðu velferðarsamfélagið í Danmörk. Hvernig getur fræðimaður í úttekt á Danmörku komið sér hjá því að nefna þetta? Það kom svo sem ekki óvart, það hefur jú, verið ævistarf Emeritusar að halla réttu máli í áróðursherferð sinni fyrir frjálshyggjuna. Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og norður Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög en þekkjast annars staðar í heiminum. Í samfélögum þar sem verkalýðsfélög og stjórnmálasamtök alþýðu voru veikt eins og í Bandaríkjunum eða jafnvel bönnuð sem er raunin í mörgum einræðisríkjum er jöfnuður og félagslegt öryggi minnst. Því miður stenst Ísland ekki mál við hin Norðurlöndin í velferð þegnanna. Íslendingar sem vilja búa við húsnæðis og efnahagslegt öryggi flýja draumaland fjármagnseiganda, verðtryggingu og ofurvexti til að skapa sér betra líf í Danmörk. Hér búa dóttir mín og systir og 11 þúsund aðrir Íslendingar við betri lífskjör en heima. Litlu færri búa í Noregi og Svíþjóð. Í Skandinavíu lifir fólk í samfélagi góðrar gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og félagslegs öryggis sem Íslandi hefur ekki byggt upp þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Í allt velja 50 þúsund Íslendingar að búa utan Biðlistalandsins góða. Megin skýringin á fólksflótta ungs fólks til Norðurlanda og eldra fólks til Spánar er hversu dýrt er að búa á Íslandi, hversu erfitt er að komast í öruggt húsnæði og langvarandi veiking velferðarkerfanna eftir áratuga frjálshyggjupólitík við völd á Íslandi. Vonandi berum við gæfu til að breyta því og verða til fyrirmyndar. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi. Þar sem ég dvel í Airbnb íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrum menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta er hin raunverulega stærð þess? Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt að Rússar skyldu gera netárás á einmitt þá sem hafa sýnt ástæðum þeirra fyrir að ráðast inn í Úkraínu og drepa þar konur og börn mestan skilning. Margoft hefur í blaðinu verið talað um að útþensla Nato til austurs sé megin ástæða stríðsins en ekki yfirgangur og stórveldisdraumar Putins. Svo ræðst hann á Moggann! Það er vandi að velja sér vini. Nú var spennandi að sjá fyrir hverju var barist að koma út um nóttina. Mestur hluti þessara 16 síðna var eins og venjulega auglýsingar og minningargreinar, nokkrar síður af fréttum og svo auðvitað miðopnan, hugmyndafræðilegt hjarta blaðsins. Þar var lofgrein um Danmörku eftir Prófessor Emeritus Hannes Hólmstein Gissurarson: Danmörk til fyrirmyndar-um margt. Þar rennir prófessorinn sér hratt í gegnum sögu Danmerkur og flokkar allt sem fyrir verður sem dæmi um að fjármála- og athafnafrelsi hafi byggt það samfélag sem Danmörk er í dag. Merkismenn í sögu Danmerkur allt frá konungum víkingaaldar til seinni tíma heimspekinga og guðfræðinga eru nefndir sem dæmi um frjálshyggjumenn fyrri tíma. Þess vegna er Danskt samfélag svo ágætt sem það er. Margt kom fram í greininni og óþarfi að endurtaka það hér en það sem vakti mesta athygli mína var það sem var þar ekki að finna. Í úttektinni á hvers vegna Danmörk er jafn frábært land og raun ber vitni minnist uppgjafa prófessorinn ekki einu orði á að það voru sterk áhrif samtaka verka- og launafólks í uppbyggingu nútímasamfélagsins mótuðu velferðarsamfélagið í Danmörk. Hvernig getur fræðimaður í úttekt á Danmörku komið sér hjá því að nefna þetta? Það kom svo sem ekki óvart, það hefur jú, verið ævistarf Emeritusar að halla réttu máli í áróðursherferð sinni fyrir frjálshyggjuna. Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og norður Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög en þekkjast annars staðar í heiminum. Í samfélögum þar sem verkalýðsfélög og stjórnmálasamtök alþýðu voru veikt eins og í Bandaríkjunum eða jafnvel bönnuð sem er raunin í mörgum einræðisríkjum er jöfnuður og félagslegt öryggi minnst. Því miður stenst Ísland ekki mál við hin Norðurlöndin í velferð þegnanna. Íslendingar sem vilja búa við húsnæðis og efnahagslegt öryggi flýja draumaland fjármagnseiganda, verðtryggingu og ofurvexti til að skapa sér betra líf í Danmörk. Hér búa dóttir mín og systir og 11 þúsund aðrir Íslendingar við betri lífskjör en heima. Litlu færri búa í Noregi og Svíþjóð. Í Skandinavíu lifir fólk í samfélagi góðrar gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og félagslegs öryggis sem Íslandi hefur ekki byggt upp þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Í allt velja 50 þúsund Íslendingar að búa utan Biðlistalandsins góða. Megin skýringin á fólksflótta ungs fólks til Norðurlanda og eldra fólks til Spánar er hversu dýrt er að búa á Íslandi, hversu erfitt er að komast í öruggt húsnæði og langvarandi veiking velferðarkerfanna eftir áratuga frjálshyggjupólitík við völd á Íslandi. Vonandi berum við gæfu til að breyta því og verða til fyrirmyndar. Höfundur er hönnuður.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun