Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2024 12:18 Birkir Thor segir ósennilega að þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og aðrir meðlimir peningastefnunefndar lækki stýrivexti í ágúst. Vísir Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. „Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira