Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2024 12:18 Birkir Thor segir ósennilega að þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og aðrir meðlimir peningastefnunefndar lækki stýrivexti í ágúst. Vísir Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. „Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira