Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 10:51 Lög setja ábyrgði á einstaklinga að skrá lögheimili sitt rétt. Eigendur fasteigna þurfa að fara í gegnum ferli sem getur tekið fleiri vikur ef þeir vilja hnekkja skráningu sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar. Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð. Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð.
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira