Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 10:51 Lög setja ábyrgði á einstaklinga að skrá lögheimili sitt rétt. Eigendur fasteigna þurfa að fara í gegnum ferli sem getur tekið fleiri vikur ef þeir vilja hnekkja skráningu sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar. Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð. Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Gagnrýni á að einstaklingar geti skráð lögheimili sitt í fasteignum án samþykkis eiganda hefur blossað upp ítrekað undanfarin ár. Fjöldi dæma er um að fólk sé skráð með lögheimili í fasteignum án vitundar eða vilja eigenda þeirra. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segist hins vegar aldrei hafa heyrt dæmi um að lögheimilisskráningar óviðkomandi einstaklinga hafi stöðvað eða tafið sölu á fasteign eins og ónafngreindur hlustandi Bítisins á Bylgjunni hélt fram í gær. Sá lýsti því að fasteignasali hefði tjáð sér að hann gæti ekki gengið frá kaupsamningi fyrir hús sem hann hugðist selja fyrr en búið væri að afskrá tvo óviðkomandi einstaklinga sem voru skráðir með lögheimili í því. Margra mánaða bið hafi verið hjá Þjóðskrá til að fá skráningunni hnekkt. Aðrir fasteignasalar hafi ekki verið á einu máli um hvort skráning fólksins ætti að hafa nokkur áhrif á söluna. Í samtali við Vísi segist Monika ekki átta sig á hvernig lögheimilisskráning ótengdra einstaklinga hefði áhrif á sölu fasteignar. Hún tók þá fram að hún þekkti ekki til efnisatriða málsins sem var lýst í Bítinu. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala.Vísir/Sigurjón Heyrt af ónæði en ekki hindrunum Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, sagði stofnunina hafa heyrt af ónæði fyrir fasteignaeigendur af völdum óviðkomandi eintaklinga sem skrá sem með lögheimili í eign þeirra en aldrei af því að það hefði áhrif á viðskipti með fasteignir. „Fyrir þinglýsta eigendur höfum við ekki heyrt af svona vandamálum. Þetta hefur verið ónæði, við höfum alveg heyrt af svoleiðis dæmum, en við höfum ekki heyrt af svona vandamálum eins og þið voruð að tala um í þættinum í gær. Við vorum að heyra það í fyrsta skipti,“ sagði Soffía í Bítinu í morgun. Þinglýstum eigendum hafi verið gert auðveldara fyrir að tilkynna lögheimilisskráningar í eignum þeirra sem þeir telja ekki eiga rétt á sér. Nú geti þeir nálgast einfalt form á vefsíðu Þjóðskrár þar sem þeir fá lista yfir þá sem eru skráðir til heimilis í eigninni og afskráð þá sem þeir kannast ekki við. Lögum um lögheimili og aðsetur var breytt árið 2019 þannig að eigendur fá nú tilkynningu um lögheimilisskráningar í eign þeirra. Eigendur þurfa engu að síður að tilkynna það til Þjóðskrár ef þeir vilja fá einstaklinga afskráða. Ferlið getur tekið fleiri vikur þar sem sá sem skráir lögheimilið fær tækifæri til þess að sýna fram að á hann sé réttilega skráður til heimilis í eigninni. Soffía segir að ef fólk getur ekki sýnt fram á búsetu þar sem það er skráð til heimilis sé það afskráð.
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent