„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júlí 2024 13:01 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, segir tilefni til að hafa áhyggjur af aukinni áhættuhegðun barna Vísir/Vilhelm Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. Fram kom í fréttum í gær að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað umtalsvert að undanförnu. Meðal annars tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna sem hefur fjölgað um rúmlega þrjátíu prósent á milli ára. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum, en nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar hefur fjölgað undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Barnaheilla að skýra forystu skorti í málaflokknum, og skoraði á stjórnvöld að bregðast við. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, tekur undir að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að vera ástæða til þess að hafa áhyggjur þegar það berast fréttir um að það séu aukin tilfelli um tilkynningar til barnaverndar og mikilvægt að reyna að grafast fyrir um það hver sé orsökin til þess að það sé hægt að gera eitthvað til að vinda ofan af málum,“ segir Steinunn Þóra. Hún telji tilefni til að málið verði tekið fyrir á vettvangi velferðarnefndar. „Þetta er væntanlega á forræði mennta- og barnamálaráðuneytisins en ég sé það fyrir mér að þetta sé eitthvað sem við í velferðarnefnd, og ég þá sem formaður þeirrar nefndar, munum taka fyrir og skoða enn frekar,“ segir Steinunn. Hún segir málið þess eðlis að líklega verði gestir kallaðir fyrir nefndina eftir að þing kemur aftur saman í haust. „Þetta er auðvitað líka mál sem snertir líka sveitarfélögin og nærumhverfi barnanna. En þetta hins vegar eru ekki bara viðvörunarbjöllur, þetta eru rauð ljós um það að við þurfum að taka betur utan um mál barna. Við viljum að sjálfsögðu ekki sjá fréttir um það að til að mynda neysla á vímuefnum sé að aukast. Þannig að sjálfsögðu þurfum við að taka þetta alvarlega,“ segir Steinunn Þóra. „Þetta er mál sem að allir stjórnmálamenn hljóta að taka alvarlega og þetta er eitthvað sem við munum vinna með áfram.“ Börn og uppeldi Fíkn Barnavernd Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað umtalsvert að undanförnu. Meðal annars tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna sem hefur fjölgað um rúmlega þrjátíu prósent á milli ára. Munar þar mestu um aukinn fjölda tilkynninga vegna neyslu barna á vímuefnum, en nær öllum tegundum tilkynninga til barnaverndar hefur fjölgað undanfarin ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Barnaheilla að skýra forystu skorti í málaflokknum, og skoraði á stjórnvöld að bregðast við. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar, tekur undir að þróunin sé mikið áhyggjuefni. „Það hlýtur alltaf að vera ástæða til þess að hafa áhyggjur þegar það berast fréttir um að það séu aukin tilfelli um tilkynningar til barnaverndar og mikilvægt að reyna að grafast fyrir um það hver sé orsökin til þess að það sé hægt að gera eitthvað til að vinda ofan af málum,“ segir Steinunn Þóra. Hún telji tilefni til að málið verði tekið fyrir á vettvangi velferðarnefndar. „Þetta er væntanlega á forræði mennta- og barnamálaráðuneytisins en ég sé það fyrir mér að þetta sé eitthvað sem við í velferðarnefnd, og ég þá sem formaður þeirrar nefndar, munum taka fyrir og skoða enn frekar,“ segir Steinunn. Hún segir málið þess eðlis að líklega verði gestir kallaðir fyrir nefndina eftir að þing kemur aftur saman í haust. „Þetta er auðvitað líka mál sem snertir líka sveitarfélögin og nærumhverfi barnanna. En þetta hins vegar eru ekki bara viðvörunarbjöllur, þetta eru rauð ljós um það að við þurfum að taka betur utan um mál barna. Við viljum að sjálfsögðu ekki sjá fréttir um það að til að mynda neysla á vímuefnum sé að aukast. Þannig að sjálfsögðu þurfum við að taka þetta alvarlega,“ segir Steinunn Þóra. „Þetta er mál sem að allir stjórnmálamenn hljóta að taka alvarlega og þetta er eitthvað sem við munum vinna með áfram.“
Börn og uppeldi Fíkn Barnavernd Alþingi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira