Lenti í ofbeldissambandi með frönskum bíl Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 14:23 DagurKári kunni vel við bílinn í byrjun en smátt og smátt fór hinn franski bíll að sýna af sér hroka og gróf undan sjálfsvirðingu ökumannsins. vísir/vilhelm Dagur Kári Pétursson kvikmyndaleikstjóri er búsettur um þessar mundir í Danmörku. Hann hefur að undanfarin misserin ekið á bílaleigubíl, sem hann kunni vel við framanaf en gamanið fór að kárna þegar bíllinn fór að sýna honum megnasta yfirlæti. „Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl. Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Ég skipti honum út og er nú kominn á strangheiðarlegan Nissan. Ég hef þó þau völd ennþá,“ segir Dagur Kári í samtali við Vísi. Dagur Kári er um þessar mundir að vinna að sjónvarpsþáttum á danskri grundu og starfa síns vegna var honum fenginn bílaleigubíll eins og tíðkast í þeim bransa. Honum líkaði vel við bílinn, framan af. En svo tók valdastrúktúrinn að snúast við, að sögn kvikmyndagerðarmannsins; eitt sinn gat maður áður látið sér líka vel við bíl eða ekki en nú þurfi maður að þóknast bílnum. Gervigreindin er farin að láta til sín taka og þetta er bara blábyrjunin á þeim ósköpum, segir Dagur Kári. Þetta var franskur bíll. „Ég fann alveg fyrir franska hrokanum í þessum bíl. Mér leið eins og honum mislíki það að ég sé ekki betur klæddur, að ég sé ekki samboðinn þessum bíl. Og ég fæ þetta á tilfinninguna í nánast hverju sem er. Ég fann það í rúðuþurrkunum ef það var kominn einhver pirringur í hann.“ „Verður að koma þér út úr þessu eitraða sambandi“ Dagur Kári greindi frá þessu sérkennilega sambandi við bílinn og ekki stóð á svörum. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona sagði til að mynda augljóst að franski bíllinn beitti hann andlegu ofbeldi. Dagur Kári segir þetta bara blábyrjunina. Gervigreindin er rétt að sýna sitt rétta andlit.vísir/arnþór „Þú verður að koma mér út úr þessu eitraða sambandi. Þú átt betra skilið og er 100/100,“ sagði Edda Björg. Og fleiri taka í sama streng. Í fyrstu lék allt í lyndi og Dagur Kári kunni vel við bílinn í fyrstu en það virtist ekki gagnkvæmt. Bíllinn gefur ökumanninum einkunn eftir hverja ökuferð og er 100 hámarksárangur. „Þetta byrjaði ágætlega; ég var að skora á bilinu 88-92 stig af 100 mögulegum, en síðan hefur leiðin bara legið niðurávið og ég er núna kominn niður í 59/100. Ég finn hvernig bíllinn fylgist með mér, horfir yfir öxlina á mér, nemur hreyfingar og leggur mat á viðbrögð og ég finn líka að honum líkar ekki það sem hann sér og upplifir; ég skynja hrokafullt og yfirlætislegt viðmót, eins og ég sé ekki nógu góður fyrir þennan bíl.“ Í krónísku ökuprófi Ökumanninum var farið að líða eins og hann væri í stöðugri áheyrnarprufu eða krónísku ökuprófi. Og hann ekki að standast væntingar - andrúmsloft vonbrigða og þöguls pirrings ríkir í bifreiðinni. „Verst finnst mér að ég fæ engar vísbendingar frá bílnum um hvernig ég geti bætt mig eða á hvaða hátt hann vilji að ég breyti mér svo að hann fíli mig. Hann dæmir mig bara blákalt án rökstuðnings eða útskýringa.“ Þetta ástand var farið að hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd Dags Kára og sjálfsmat. Hann hafði velt því fyrir sér að reyna með einhverjum hætti að opna á samtal, segja eitthvað sér til málsbóta en bíllinn var jú franskur og að endingu gafst hann upp og skipti um bíl.
Gervigreind Bílar Danmörk Bíó og sjónvarp Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira