Í sambandi við Suðurnesin Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 22. júlí 2024 12:00 Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Þetta eru tímamót í orkusögunni og við hlökkum til að skrifa þennan kafla sem hefur átt sér langa forsögu, sögu sem nær aftur til ársins 2005. Eins og í góðum sögum hefur gengið á ýmsu en við skulum fara örstutt aftur í tímann þegar Suðurnesjalína var hluti af verkefni sem hét Suðvesturlínur og var verkefni í flutningskerfinu sem náði frá Hellisheiði að Geithálsi, í Hafnarfjörð og út á Reykjanes. Undirbúningur tók tíma og í september 2009 féllst Skipulagsstofnun á mat okkar hjá Landsneti á umhverfisáhrifum með skilyrðum. Verkefnið Suðvesturlínur varð ekki að veruleika og á fyrri hluta árs 2011 hófst undirbúningur á Suðurnesjalínu 2, en brýn nauðsyn var að ráðast í þá framkvæmd til að bæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og auka flutningsgetu milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Næstu ár var línan í umræðunni á sama tíma og bara ein lína flutti rafmagn til og frá svæðinu með óásættanlegu afhendingaröryggi og með Reykjanesið undir í jarðskjálftum og eldgosum. Framkvæmdaleyfi komu og fóru, mikil umræða var um línuleiðina, jarðstrengi og loftlínur, landeigendur á hluta línuleiðarinnar voru ósáttir, ákvörðun var tekin um eignarnám og um tíma var línan fyrir dómstólum þar sem eignarnámið var á endanum fellt úr gildi og okkur gert að skoða betur möguleika á að leggja jarðstreng á hluta línuleiðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar fór fram umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og fleiri kostir metnir. Var þá lagður fram valkostur sem Skipulagsstofnun samþykkti í apríl 2022 og sveitarfélögin á línuleiðinni gáfu framkvæmdaleyfi fyrir og er línan á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna og á svæðisskipulagi. Nú hefur verið samið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur. Þetta er auðvitað örsaga sem hér er sögð og stiklað á stóru en í dag horfum við til framtíðar sem er ljós. Við erum nú þegar byrjuð á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu. Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025. Okkur hjá Landsneti langar til að þakka öllum sem hafa komið að línunni undanfarin ár, sveitarstjórnarfólki sem við höfum átt í samskiptum við, stjórnvöldum, landeigendum, hagsmunaaðilum og verkefnaráði, fyrir samtalið sem skiptir okkur miklu máli. Samtal sem mun halda áfram á meðan á framkvæmd stendur og við stingum Suðurnesjalínu 2 í samband. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum, en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki. Þetta eru tímamót í orkusögunni og við hlökkum til að skrifa þennan kafla sem hefur átt sér langa forsögu, sögu sem nær aftur til ársins 2005. Eins og í góðum sögum hefur gengið á ýmsu en við skulum fara örstutt aftur í tímann þegar Suðurnesjalína var hluti af verkefni sem hét Suðvesturlínur og var verkefni í flutningskerfinu sem náði frá Hellisheiði að Geithálsi, í Hafnarfjörð og út á Reykjanes. Undirbúningur tók tíma og í september 2009 féllst Skipulagsstofnun á mat okkar hjá Landsneti á umhverfisáhrifum með skilyrðum. Verkefnið Suðvesturlínur varð ekki að veruleika og á fyrri hluta árs 2011 hófst undirbúningur á Suðurnesjalínu 2, en brýn nauðsyn var að ráðast í þá framkvæmd til að bæta afhendingaröryggi á Suðurnesjum og auka flutningsgetu milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Næstu ár var línan í umræðunni á sama tíma og bara ein lína flutti rafmagn til og frá svæðinu með óásættanlegu afhendingaröryggi og með Reykjanesið undir í jarðskjálftum og eldgosum. Framkvæmdaleyfi komu og fóru, mikil umræða var um línuleiðina, jarðstrengi og loftlínur, landeigendur á hluta línuleiðarinnar voru ósáttir, ákvörðun var tekin um eignarnám og um tíma var línan fyrir dómstólum þar sem eignarnámið var á endanum fellt úr gildi og okkur gert að skoða betur möguleika á að leggja jarðstreng á hluta línuleiðarinnar. Í kjölfar dóma Hæstaréttar fór fram umfangsmikið mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og fleiri kostir metnir. Var þá lagður fram valkostur sem Skipulagsstofnun samþykkti í apríl 2022 og sveitarfélögin á línuleiðinni gáfu framkvæmdaleyfi fyrir og er línan á aðalskipulagi allra sveitarfélaganna og á svæðisskipulagi. Nú hefur verið samið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum þar sem ekki hafa náðst samningar við alla landeigendur. Þetta er auðvitað örsaga sem hér er sögð og stiklað á stóru en í dag horfum við til framtíðar sem er ljós. Við erum nú þegar byrjuð á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu. Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025. Okkur hjá Landsneti langar til að þakka öllum sem hafa komið að línunni undanfarin ár, sveitarstjórnarfólki sem við höfum átt í samskiptum við, stjórnvöldum, landeigendum, hagsmunaaðilum og verkefnaráði, fyrir samtalið sem skiptir okkur miklu máli. Samtal sem mun halda áfram á meðan á framkvæmd stendur og við stingum Suðurnesjalínu 2 í samband. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar