Skerjafjarðarskáld skriplar á skötu en gefst ekki upp Jakob Bjarnar skrifar 22. júlí 2024 10:15 Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáldið, biðlar til Lilju persónulega; að láta sig málið varða því hér er mikið undir. vísir/fb/Vilhelm Kristján Hreinsson skáld, kenndur við Skerjafjörðinn er ósáttur við að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi vísað kæru hans á hendur Ríkisútvarpinu frá. En hann er hvergi nærri af baki dottinn. Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“ Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Kristján kærði sem kunnugt er Ríkisútvarpið fyrir að brjóta lög; að vanrækja skyldur sínar gagnvart íslenskri tungu með því að láta undir höfuð leggjast að hið svokallaða kynlausa tungumál fái að vaða óátölulaust þar uppi meðal dagskrárgerðarfólks. Kristján vísar í kæru sinni til ákvæða sem finna má í lögum um Ríkisútvarpið. Kristján telur engar heimildir fyrir hendi að stofnunin fái bara svona eftir smekk að breyta tungumálinu. Kristján krefst þess að Lilja Dögg beiti sér fyrir því að Ríkisútvarpið sinni skyldu sinni sem er að flytja áhorfendum sínum sitt efni á lýtalausri íslensku. Og það telst hið kynlausa mál ekki að mati Kristjáns, reyndar er það sannkallaður hroði í hans eyrum. Lilja segir í svarbréfi þetta ekki á hennar borði, það sé utan hennar valdheimilda að hlutast til um málið en því er Kristján ósammála og ritar hann henni opið bréf sem hann birtir á Vísi. Þar fer hann í saumana á málinu. Bréf Kristjáns er býsna ítarlegt og dregur hann til eitt og annað máli sínu til stuðnings. Í lok þess segir hann að geðþóttaákvarðanir og duttlungar einstaklinga meig ekki stýra því hvernig opinberu mati á lýtalausri íslensku sé háttað. Það megi ekki vera þannig að sitt sýnist hverjum í þessu máli: „Vegna þess að um leið og í málið er kafað af vandvirkni þá kemur í ljós að hvorugkynssýkin á aldrei eftir að hafa góð áhrif – hvorki á tungu né þjóð. Í sýkinni er ekki heil brú, hún er reist á þvermóðsku og getur ekki staðist neinar þær væntingar sem til hennar eru gerðar.“ Og Kristján ítrekar erindi sitt, hann gefst ekki upp fyrir hinu þunglamalega kerfi sem kemur sér hjá því að taka á álitaefnum og biðlar til ráðherra persónulega: „Þú sem núverandi ráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur á ýmsum vettvangi barist fyrir rétti tungumálsins og styrktri stöðu íslenskunnar, því vekur það furðu mína að þú skulir draga lappirnar þegar ég bið þig um aðstoð í baráttu minni gegn útbreiðslu hvorugkynssýki hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna.“
Íslensk fræði Ríkisútvarpið Framsóknarflokkurinn Lögmennska Íslensk tunga Tengdar fréttir Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01 Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01 „Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Segir kæru Kristjáns út í hött Eiríkur Rögnvaldsson, uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði og málfarslegur aðgerðarsinni, segir kæru Kristjáns Hreinssons Skerjafjarðarskálds út í hött. Það sé ekkert til sem megi kalla lýtalausa íslensku. 1. júlí 2024 13:01
Strámaðurinn mikli Strámaður er ímyndaður skotspónn sem oft er settur á stall í rökræðum. Hann fær það hlutverk að setja fram skoðanir sem auðvelt er að skjóta í kaf. 3. júlí 2024 16:01
„Lýtalaus íslenska“ er ekki til Undanfarið hefur orðið töluverð umræða um íslensku í Ríkisútvarpinu, m.a. í framhaldi af kæru Kristjáns Hreinssonar skálds til menningar- og viðskiptaráðherra „vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins“. 1. júlí 2024 12:30