KFC á Íslandi segir meinta ljósmynd viðskiptavinar „falska“ Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2024 18:11 KFC rekur átta veitingastaði á Íslandi. vísir/vilhelm Ljósmynd sem gefið var í skyn að væri af hráum kjúklingi keyptum á veitingastað KFC í Reykjanesbæ er „fölsk“, að sögn forsvarsmanna KFC á Íslandi. Svo virðist sem ljósmyndin hafi verið tekin erlendis fyrir minnst átta árum síðan. Umrædd ljósmynd var birt á hinum vinsæla Facebook-hóp Matartips og vakti þar nokkra athygli. Með myndinni fylgdi færsla þar sem notandi skrifaði um meinta upplifun sína af veitingakeðjunni og að hafa fengið hráan kjúklingabita þar fyrir tveimur árum. Færslan var skrifuð á ensku og síðar eytt úr Facebook-hópnum en þá hafði DV gert hana að umfjöllunarefni sínu. Noti ekki lengur sömu box undir kjúklinginn KFC svarar fyrir myndina í samhljóða færslum á Facebook-síðu sinni og Matartips. Telur hópurinn yfir 55 þúsund meðlimi sem ræða flestallt sem viðkemur mat. „Á Matartips segist prófíll undir nafninu Ryan Fendi hafa keypt hráan kjúkling í Keflavík og birtir hann þessa mynd með. KFC afgreiðir ekki lengur veitingar í sambærilegum boxum og sést á myndinni. Þá má með einfaldri leit finna myndina og sjá að hún birtist fyrst á samfélagsmiðlinum Imgur í maí 2016.“ Þá hvetja forsvarsmenn KFC á Íslandi viðskiptavini til að láta starfsmenn vita ef máltíð þeirra eða veitt þjónusta stendur ekki undir væntingum. Skjáskot af frétt DV sem hefur síðan verið fjarlægð af vefnum.Skjáskot Umrædd ljósmynd var endurbirt í frétt DV um færsluna á Matartips sem síðar var fjarlægð af vef miðilsins. Virðist myndin vera sú sama og fulltrúar KFC benda á að hafi verið sett inn á netið árið 2016. Facebook-færsla KFC. Hún hefur síðan verið fjarlægð.Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð með skjáskoti af færslu KFC eftir að færsla fyrirtækisins var fjarlægð af Facebook-síðu þess. Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Umrædd ljósmynd var birt á hinum vinsæla Facebook-hóp Matartips og vakti þar nokkra athygli. Með myndinni fylgdi færsla þar sem notandi skrifaði um meinta upplifun sína af veitingakeðjunni og að hafa fengið hráan kjúklingabita þar fyrir tveimur árum. Færslan var skrifuð á ensku og síðar eytt úr Facebook-hópnum en þá hafði DV gert hana að umfjöllunarefni sínu. Noti ekki lengur sömu box undir kjúklinginn KFC svarar fyrir myndina í samhljóða færslum á Facebook-síðu sinni og Matartips. Telur hópurinn yfir 55 þúsund meðlimi sem ræða flestallt sem viðkemur mat. „Á Matartips segist prófíll undir nafninu Ryan Fendi hafa keypt hráan kjúkling í Keflavík og birtir hann þessa mynd með. KFC afgreiðir ekki lengur veitingar í sambærilegum boxum og sést á myndinni. Þá má með einfaldri leit finna myndina og sjá að hún birtist fyrst á samfélagsmiðlinum Imgur í maí 2016.“ Þá hvetja forsvarsmenn KFC á Íslandi viðskiptavini til að láta starfsmenn vita ef máltíð þeirra eða veitt þjónusta stendur ekki undir væntingum. Skjáskot af frétt DV sem hefur síðan verið fjarlægð af vefnum.Skjáskot Umrædd ljósmynd var endurbirt í frétt DV um færsluna á Matartips sem síðar var fjarlægð af vef miðilsins. Virðist myndin vera sú sama og fulltrúar KFC benda á að hafi verið sett inn á netið árið 2016. Facebook-færsla KFC. Hún hefur síðan verið fjarlægð.Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð með skjáskoti af færslu KFC eftir að færsla fyrirtækisins var fjarlægð af Facebook-síðu þess.
Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira