„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 16:55 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn en vildi rautt á andstæðinginn. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. „Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“ Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann