„Andstyggilegt og reynir bara að strauja hana“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2024 16:55 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn en vildi rautt á andstæðinginn. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nik Chamberlain var létt eftir 1-0 sigur Breiðabliks á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Breiðablik heldur toppsæti deildarinnar eftir sigurinn. „Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“ Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Það er mikilvægt að ná í sigurinn. Við breyttum um leikkerfi og Írena kom vel inn, gaf frábæra stungusendingu á (Hrafnhildi) Ásu sem skorar þetta mark sem er frábært,“ segir Nik Chamberlain eftir nauman 1-0 sigur dagsins. Blikar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Öll skot fóru ýmist framhjá eða yfir þar sem gæði vantaði á síðasta þriðjungi. Nik segir smá stirðleika hafa verið í liðinu eftir landsleikjahlé. „Þetta er fyrsti leikur eftir hlé svo þetta var aðeins stirt. En við komumst í góð svæði og mér fannst þetta flott heilt yfir, bæði í vörn og sókn. Stundum verður þetta eins og boxbardagi, það er að halda áfram að slá þar til þetta dettur,“ segir Nik. Stjarnan mætti til leiks af krafti eftir hlé og voru Blikakonur hreinlega heppnar að hafa ekki fengið á sig eitt eða tvö mörk á fyrsta korteri síðari hálfleiks. „Við vorum dálítið stífar eftir hlé. Þær gerður breytingar sem við þurftum svo að bregðast við. Þegar við gerðum það komumst við aftur inn í þetta og stýrðum leiknum eftir það, að mér fannst. Þessar fyrstu 10-15 mínútur voru bras og hrós á Stjörnuna,“ segir Nik. Óánægður með framgöngu Sharts Hannah Sharts, varnarmaður Stjörnunnar, fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Barbáru Sól Gísladóttur seint í leiknum. Barbára lá óvíg eftir og sást Nik mótmælta því harðlega að ekki væri annar litur á spjaldinu. Hann segir Sharts komast upp með meira en margur á vellinum og hún hafi ekkert reynt við boltann í umræddu atviki. „Hún flaug í þessa tæklingu. Þau sögðu að hún hafi ekki lyft fætinum af jörðinni. En það skiptir ekki máli, ef ég fer í júdóspark skiptir litlu um hvort ég fari í hné eða ökkla. Hún gerir mikið af þessu, ekki bara skriðtæklingar,“ „Hún fær að tuddast í leikmönnum út um allan völl, í föstum leikatriðum á báðum endum. Ég hef ekkert á móti líkamlegum og ákveðnum varnarleik en þetta er á jaðrinum að vera grófleiki (e. dirty). Mér finnst að það megi skoða þetta,“ „Þetta var ljót tækling. Hún kom inn á fullri ferð, var ekkert að reyna við boltann. Þetta var andstyggilegt og hún reynir bara að strauja hana niður,“
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira