Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 13:01 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“ Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13
Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31