Samgöngur - Ekki eftir neinu að bíða Hafsteinn Gunnarsson skrifar 20. júlí 2024 09:32 Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Alla tíð hafa samgöngumál haft mikil áhrif á byggðarkjarna, tengingar dreifbýlis og þéttbýlis og ennfremur uppbyggingu landsins. Þar hafa samgöngumannvirki á borð við brýr yfir Skeiðará, Borgarfjörð og Þjórsá eða jafnvel vegagerðir Bandaríska hersins að ratsjárstöðvum um landið, myndað vegakerfi líkt og við þekkjum í dag. Fólk ferðast um landið og er það okkur eðlislægt, lítið er velt fyrir sér um tilhögun þessara mannvirkja. Verkin hafa verið unnin og eru orðin sjálfsögð undirlag okkar bifreiða um samfélagið. Fæstir vilja hugsa til þess að vegurinn um Hellisheiði hafi, bara fyrir ekki svo löngu síðan, haft tvær óaðskildar akreinar. Nú er sumartíminn hafinn og fjölskyldur ferðast um landið. Víða eru leikskólar lokaðir í júlí og stærstu ferðahelgar landsins eru um þennan árstíma. Líkt og samgöngumannvirkin eru stór þáttur í uppbyggingu landsins, eru þau líka mikilvæg í öllu umferðaröryggi. Sem er mikill öryggisþáttur fyrir fjölskyldur á ferð um landið og viljum við byggja upp vegakerfi sem er öruggt fyrir fyrir alla. Stærstan hluta síðustu tveggja kjörtímabila hefur Framsóknarflokkurinn sýnt Samgönguráðuneyti forstöðu. Framfaraskref hafa þegar verið stigin, á borð við verkefni sem eru hafin og verið þörf á alltof lengi t.d. tvöföldun Reykjanesbrautar við Straumsvík og Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, Suðurlandsvegar frá Kömbum að Selfossi og eru samningaviðræður við ÞG Verk um nýja Ölfusárbrú, eftir útboð þegar í vinnslu. Einnig hefur verið ráðist í endurnýjun brúa við Hverfisfljót, Núpsvötn og yfir Stóru Laxá í Hrunamannahrepp. Að ógleymdri stórframkvæmd yfir Hornarfjarðarfljót. Betur má ef duga skal og að mínu mati ástæðulaust að hægja á uppbyggingu. Gildandi samgönguáætlun er góð að mörgu leyti en eftir þeirri áætlun hefur margt gengið upp og annað ekki, líkt og þekkist í allri áætlunargerð og verklegum framkvæmdum. Þar er helst að höggva eftir eftirfylgni á jarðgangnaáætlun, sem ekki hefur gengið eftir. Alveg óhætt er þó að gagnrýna stjórnmálin fyrir að þingsályktun um samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaráætlun skuli frestað til næsta hausts. Umferðinni verður varla frestað til haustsins? Mikil umferð er og verður um Suðurlandsveg. Stór hluti innlendra og erlendra ferðamanna tekur stefnuna um Suðurland og leggur ferð sína um Gullfoss og Geysi, Þjórsárdalsvæðið eða ekur austur undir Eyjafjöll. Sama á við um umferð vöruflutninga, farþegaflutninga bæði á útbúnum fjallajeppum eða rútum að stærstu gerð, reglulegir malarflutningar frá Affalli að Selfossi í steypuframleiðslu eða þeirra aðila sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Umferðin er umtalsvert meiri nú en hún var þegar stór hluti vegakerfisins byggðist upp. Þó svo að sé búið að gera vel í uppbyggingu vegakerfisins síðustu ár þarf að halda áfram sömu uppbyggingu og gera enn betur. Við vitum t.d. að tvöföldun hringvegarins frá Rauðavatni að Lögbergsbrekku er nauðsynleg og sama á við um endurbætur á Biskupstungnabraut, upp að Reykholti. Það er engin ástæða fyrir skerðingu á verkefnum sem þessum, það þarf bara að láta vaða. Bæta þarf öryggi vegakerfisins frá Selfossi, austur að Skógum og í uppsveitum Árnessýslu vegna aukningar á umferð. Hér fellur undir endurnýjun á slitlagi, breikkun vegstæða og vegaxla, og fækkun afleggjara inn á umferðarþunga þjóðvegi sem er mikið hagsmuna- og öryggismál fyrir allar tengingar dreifbýlis og þéttbýlis, sem og atvinnulífsins á Suðurlandi. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er varaformaður Ung Framsókn Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun