Framtíðin? Reynir Böðvarsson skrifar 20. júlí 2024 09:00 Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun