Framtíðin? Reynir Böðvarsson skrifar 20. júlí 2024 09:00 Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Hafandi barnabörn í heimsókn, tveggja ára og átta mánaða, getur maður ekki komist hjá því að hugsa um framtíð mannfólksins á jörðu. Þær Ása og Carla eru svo fullar af gleði og gáska að það er erfitt að hugsa sér annað en að þær fái áfram að njóta lífsins í vistvænni veröld. Sama má segja um táningana 17 og 15 ára sem horfa náttúrulega til framtíðar með væntingar um gott lífsviðurværi hér á jörðinni þeim til handa. Það er náttúrulega ömurlegt fyrir afa á áttræðisaldri að geta ekki á sannfærandi hátt fullyrt að bjart sé framundan og að allt sé að þróast í rétta átt með aukinni þekkingu og tæknivæðingu. Það er engu líkara en að þessu sé alveg öfugt farið, aukin þekkingin og tæknivæðing virðist fremst vera notuð til þess að auka neyslubrjálæðið sem getur aðeins endað á einn veg, með hörmungum. Það er löngu ljóst að jörðin er komin að þolmörkum þess sem hún þolir í ágangi mannskepnunnar í því öfga kapitalistiska hagkerfi sem hún hefur kosið að hafa sem yfirboðari á öllum sviðum án tillits til afleiðinga fyrir lífríki jarðar og þar með öll okkar sem lifum hér. Nú um þessar mundir er sérstök áhersla lögð á vígbúnað og vopnaframleiðslu til þess að fullnægja gróðaþörf fjármagnseigenda en of langt finnst þeim orðið nú síðan almennileg stríð voru háð. Ekki bætir það heldur horfur hvað varðar loftlagsvána og möguleika manna á að snúa því blaði við. Á sama tíma virðist unga kynslóðin, sem er að ala upp börnin sín og þar með barnabörn okkar eldri, sammála um það að ekki megi tala um pólitík í fjölskylduboðum of flókið líka að tala um vísindalegar aðferðir varðandi lausnir þjóðfélagsmála og svo má náttúrulega alls ekki heldur tala um trúmál. Fjölskylduboð eru ekki réttur vettvangur að tala um óréttlætið í heiminum og þá gífurlegu misskiptingu sem er allsstaðar ráðandi og ástæður þess. Það er of pólitískt og getur truflað innvandar skoðanir einhverra í stóru fjölskylduboði. Það má einfaldlega ekki tala um það sem ætti náttúrulega að brenna á fólki sem er að mínu mati stríðsrekstur stórvelda og loftlagsvá. Það má alls ekki grafa of djúpt í söguna þegar leitað er orsaka þess hvernig ástandið í heiminum er. Það má hinsvegar tala um ýmislegt í daglegu lífi, föt og bíla, góðar bíómyndir, skemmtilega sjónvarpsþætti og jafnvel fyndnar sjónvarpsauglýsingar. Það má segja ferðasögur og náttúrulega sögur af afrekum barnanna sem allir geta tekið þátt í gleði yfir. Það má líka rifja upp gömul skemmtileg atvik úr fjölskyldunni og segja frá þeim enn einu sinni þótt í tíunda sinn sé. Það má tala um hvað verður í matinn á morgun og hvað maturinn var góður í gær. Það má bara ekki tala um ástandið í heiminum nú, orsakir þess hvernig ástatt er og framtíðina. Alls ekki framtíðina! Hvernig í ósköpunum ætti lýðræði að geta virkað í þjóðfélagi þar sem ekki má ræða pólitík á mannamótum. Þar sem heimsmálin eru meðhöndluð sem trúarbrögð, hægri eða vinstri, með eða á móti, svart eða hvítt og ekkert þar á milli. Efnisleg umræða um ástand mála og sagan þar að baki er of viðkvæmt mál að ræða hvað þá um framtíðina. Það er jú pólitík og hana má ekki ræða. Það sem má ræða eru hlutir líðandi stundar, hvað man langar að kaupa sem var í svo flottri auglýsingu í sjónvarpinu nýlega, eða hvað litirnir á skyrtunni fara vel saman við buxurnar og sokkana. Það má vandræðalaust ræða allt sem í raun skiptir engu máli annað helst ekki. Auðvitað hefur unga kynslóðin skoðun á málum, oft góðar og vel ígrundaðar skoðanir, en leggur meiri áherslu á að fjölskyldufriðurinn haldist þessa fáu daga á ári sem margir í fjölskyldunni mætast á sama stað. Það er líklega farsæl skoðun. Afi á áttræðisaldri hefur ekkert til þeirra mála að leggja sem auðveldlega má ræða og gerir því best í því að draga sig undan út í horn að skrifa þennan pistil. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun