„Við erum ekki eitthvað hyski“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 21:02 Vilberg Guðmundsson, ellilífeyrisþegi og íbúi á Sævarhöfða, og Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, formaður Samtaka hjólabúa. Vísir/Stefán Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg. Reykjavík Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Hópur fólks sem bjó áður í hjólhýsabyggð í laugardalnum hefur nú dvalið á iðnaðarsvæði við Sævarhöfða í rúmlega þrettán mánuði. Fyrirkomulagið átti að vera tímabundið en nú er með öllu óvíst hvert framhaldið verður. Borgarstjóri Reykjavíkur hyggst ekki ætla finna nýjan stað fyrir hjólhýsabyggðina og segir það ekki eiga heima í borginni. Íbúar á svæðinu segja afstöðu borgarstjóra fordómafulla. KLIPPPA „Við erum ekki eitthvað hyski. Við erum venjulegt fólk sem vill bara fá að ráða því hvernig við högum okkar búsetu. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að velja okkar búsetuform. Vill hann frekar að við förum á götuna og búum í pappakössum?“ Segir Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavík og formaður Samtaka hjólabúa. Ógnar öryggi íbúa Geirdís og Vilberg Guðmundsson, íbúi á Sævarhöfða, segja núverandi fyrirkomulag ógna öryggi íbúa. Það hafi verið bagalegt að búa á svæðinu yfir veturinn sem hafi verið kalt og í verstu hviðunum hafi íbúar verið hræddir um að heimili þeirra myndu fjúka á hliðina. „Við erum mjög berskjölduð hérna. Það hefur verið stolið frá íbúum hérna og brotist inn í geymsluhólf og þetta er bara rosalegt,“ sagði Geirdís. „Hér er alls konar hávaði og læti. Krakkar eru hérna mikið á ferðinni og reyna að brjótast inn um hurðir og taka í húnanna á bílunum og svona,“ sagði Vilberg. Vill ekki búa í steinsteyptum kassa Geirdís bendir á að ýmsir íbúar kjósi að búa þar af öðrum ástæðum en efnahagslegum og segist hún sjálf ekki vera tilbúin að borga himinháar upphæðir til að búa í steinsteyptum kassa. Fjöldi fólks hafi lýst yfir áhuga að setjast að við Sævarhöfða en færri komist að en vilja. Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði að fólk í þessar stöðu gæti komið sér fyrir á tjaldsvæðum fyrir utan borgarlandið. „Ég er að sinna fullt af verkefnum í höfuðborginni. Ég er líka með mitt heimilisfang, ótilgreint, skráð í höfuborginni. Ég er að greiða mitt útsvar til Reykjavíkurborgar. Þannig af hverju ætti ég að fara út fyrir borgarmörkin bara til þess að friða það að einhverjir eru haldnir fordómum gagnvart því hvernig ég bý,“ sagði Geirdís. „Er þetta bannað eða?“ „Maður hefur tekið eftir því í gegnum tíðina að þegar að pólitíkusar vilja koma einhverju í gegn þá segja þeir að þetta sé svona í löndunum í kringum okkur. Ég sagði við einn pólitíkus frá borginni: Hey, núna ætla ég að segja þetta, þetta er í löndunum í kringum okkur. Af hverju má þetta ekki vera hér? Af hverju máttu ekki velja þitt búsetuform. Ég vann í 50 ár, fulla vinnu, 60 ár. Ég hef aldrei verið með svona mikið inn á bankareikningnum eins og núna, ég á fullt af peningum. Er þetta bannað eða?“ Sagði Vilberg.
Reykjavík Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira