Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:00 Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bendir fólki sem býr á Sævarhöfða á tjaldsvæði í grennd við borgina. Arnar/Vilhelm „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“ Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira