Ein af hverjum fimm knattspyrnukonum glíma við átröskun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 11:31 Yfirlæknir leikmannasamtakanna kallar eftir meira eftirliti með andlega þættinum hjá leikmönnum. Getty/Jose Hernandez Ný rannsókn sýnir að það sé mjög algengt að knattspyrnukonur glími við einhvers konar átröskun. Leikmannasamtökin vilja átak í eftirliti með andlegum málefnum leikmanna. Rannsóknin sem um ræðir heitir Drake Football Study og er gerð á knattspyrnufólki, bæði körlum og konum. Hún hófst árið 2019 og á að taka tíu ár. Í henni er fylgst með bæði líkamlegu ástandi sem og andlegu ástandi leikmanna. Með fram rannsókninni voru gerðar sérstakar kannanir meðal ákveðinna hópa. Kannað var þannig sérstaklega andlega þáttinn hjá þeim 74 atvinnukonum í knattspyrnu sem tóku þátt í rannsókninni. Hún skilaði meðal annars sláandi niðurstöðum um matarvenjur kvenna í fótbolta. 🚨 One in five women’s footballers experienced disordered eating over a 12-month period, according to the #DrakeFootballStudy’s latest report.@TheDrakeFdn @PushBraces @MehilainenOy @AmsterdamUMC— FIFPRO (@FIFPRO) July 17, 2024 Þar kom fram að tuttugu prósent, ein af hverjum fimm knattspyrnukonum, hafi glímt við vandamál tengdum mataræði undanfarna tólf mánuði. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, vekja athygli á niðurstöðum úr rannsókninni en lesa má frétt þeirra hér. Það koma vissulega fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og þær að 55 prósent leikmanna glímdu við andlega vanlíðan á þessum tólf mánuðum. Dr Vincent Gouttebarge, er yfirlæknir hjá FIFPRO, og hann kallar eftir nauðsynlegu eftirliti með andlegu ástandi leikmanna. „Það er fylgst með öllu hvað varðar líkamlega þáttinn eins og vöðvameiðsli, þoli, styrk, hraða og stöðu hjartans en það sama ætti að gilda um andlega heilsu viðkomandi,“ sagði Gouttebarge í frétt hjá FIFPRO. Gouttebarge segir að mikilvægt sé að auka fræðslu um öll andleg málefni og þar á meðal átröskun. Forvarnir og upplýsingagjöf geti hjálpað mörgum knattspyrnukonum að læra að borða rétt og stuðla um leið að betri árangri í sínum íþróttagreinum. View this post on Instagram A post shared by Girls United (@girlsunitedfc_) Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Rannsóknin sem um ræðir heitir Drake Football Study og er gerð á knattspyrnufólki, bæði körlum og konum. Hún hófst árið 2019 og á að taka tíu ár. Í henni er fylgst með bæði líkamlegu ástandi sem og andlegu ástandi leikmanna. Með fram rannsókninni voru gerðar sérstakar kannanir meðal ákveðinna hópa. Kannað var þannig sérstaklega andlega þáttinn hjá þeim 74 atvinnukonum í knattspyrnu sem tóku þátt í rannsókninni. Hún skilaði meðal annars sláandi niðurstöðum um matarvenjur kvenna í fótbolta. 🚨 One in five women’s footballers experienced disordered eating over a 12-month period, according to the #DrakeFootballStudy’s latest report.@TheDrakeFdn @PushBraces @MehilainenOy @AmsterdamUMC— FIFPRO (@FIFPRO) July 17, 2024 Þar kom fram að tuttugu prósent, ein af hverjum fimm knattspyrnukonum, hafi glímt við vandamál tengdum mataræði undanfarna tólf mánuði. Alþjóða leikmannasamtökin, FIFPRO, vekja athygli á niðurstöðum úr rannsókninni en lesa má frétt þeirra hér. Það koma vissulega fram mjög athyglisverðar niðurstöður eins og þær að 55 prósent leikmanna glímdu við andlega vanlíðan á þessum tólf mánuðum. Dr Vincent Gouttebarge, er yfirlæknir hjá FIFPRO, og hann kallar eftir nauðsynlegu eftirliti með andlegu ástandi leikmanna. „Það er fylgst með öllu hvað varðar líkamlega þáttinn eins og vöðvameiðsli, þoli, styrk, hraða og stöðu hjartans en það sama ætti að gilda um andlega heilsu viðkomandi,“ sagði Gouttebarge í frétt hjá FIFPRO. Gouttebarge segir að mikilvægt sé að auka fræðslu um öll andleg málefni og þar á meðal átröskun. Forvarnir og upplýsingagjöf geti hjálpað mörgum knattspyrnukonum að læra að borða rétt og stuðla um leið að betri árangri í sínum íþróttagreinum. View this post on Instagram A post shared by Girls United (@girlsunitedfc_)
Fótbolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira