Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2025 08:32 Íslenska landsliðið hefur staðið í ströngu í ár og meðal annars spilað í lokakeppni EM í Sviss. Liðið fær hins vegar ekki að nýta komandi landsleikjaglugga, vegna kostnaðar. vísir/Anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að nýta opinberan landsleikjaglugga FIFA í lok þessa mánaðar til vináttulandsleikja, vegna sparnaðaraðgerða Knattspyrnusambands Íslands. Hið sama átti við varðandi A-landslið karla í byrjun þessa árs. Þetta staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Þetta er náttúrulega ömurlegt en við erum ekkert undanskilin því sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Eysteinn. Stelpurnar okkar verða í riðli með heimsmeisturum Spánar, Evrópumeisturum Englands og Úkraínu, í undankeppni HM í Brasilíu á næsta ári. Þessar þrjár þjóðir munu nýta næsta landsleikjaglugga á dagatali FIFA, frá 24. nóvember til 2. desember, þegar hvert landslið má spila tvo leiki. Ísland missir hins vegar af tækifæri til mikilvægs undirbúnings og ástæðan er peningar. Kostnaður á bilinu 25-30 milljónir Samkvæmt upplýsingum Vísis höfðu Belgar, sem eru með Elísabetu Gunnarsdóttur sem landsliðsþjálfara, til að mynda áhuga á að mæta Íslandi í þessum glugga en ekkert varð af því. „Það þarf að eiga fyrir hlutunum. Svona verkefni kostar alltaf á bilinu 25-30 milljónir, þegar farið er í tvo leiki. Flug og hótel. Það er ástæðan fyrir því að í upphafi þessa árs var ekki gert ráð fyrir verkefni í þessum glugga, ekki frekar en hjá A-landsliði karla í janúar síðastliðnum,“ segir Eysteinn. „Við glímum við það sama með yngri landsliðin. Það er allt að hækka í verði og einhvers staðar bitnar þetta. Við erum alltaf að leita leiða en KSÍ er ekkert nema félögin í landinu og ber að sýna ábyrgan rekstur,“ segir Eysteinn. „Allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki“ Hefur sambandið fundið fyrir mikilli óánægju hjá leikmönnum og þjálfurum vegna þessa? „Ég held að það séu allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki. Við spilum líka færri leiki í yngri landsliðum en þjóðirnar í kringum okkur og þarna spilar auðvitað inn í að við þurfum alltaf að fljúga. Það þyrfti auðvitað að auka framlög í þessa sjóði sem sérsamböndin geta sótt fjármagn í,“ segir Eysteinn. KSÍ fékk fyrr á þessu ári styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ í fyrsta sinn frá árinu 2017, þó aðeins upp á 24,6 milljónir, eftir langa baráttu þar sem KSÍ fékk meðal annars lögmann til að kanna rétt sambandsins, eftir að umsóknum sambandsins hafði ítrekað verið hafnað. Sú upphæð breytti þó ekki áætlunum varðandi komandi landsleikjaglugga. Staðan er því sú að Spánn spilar tvo leiki við Þýskaland til úrslita í Þjóðadeildinni um mánaðamótin, England spilar vináttuleiki við Kína og Gana, og Úkraína, sem ekki getur leikið á heimavelli vegna stríðsástandsins, er í leit að andstæðingum samkvæmt heimasíðu úkraínska knattspyrnusambandsins. Á meðan fá stelpurnar okkar enga leiki áður en kemur að erfiðum rimmum við þessar þjóðir í undankeppninni sem hefst í mars, þegar Ísland freistar þess að komast á HM kvenna í fyrsta sinn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Þetta staðfestir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Þetta er náttúrulega ömurlegt en við erum ekkert undanskilin því sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Eysteinn. Stelpurnar okkar verða í riðli með heimsmeisturum Spánar, Evrópumeisturum Englands og Úkraínu, í undankeppni HM í Brasilíu á næsta ári. Þessar þrjár þjóðir munu nýta næsta landsleikjaglugga á dagatali FIFA, frá 24. nóvember til 2. desember, þegar hvert landslið má spila tvo leiki. Ísland missir hins vegar af tækifæri til mikilvægs undirbúnings og ástæðan er peningar. Kostnaður á bilinu 25-30 milljónir Samkvæmt upplýsingum Vísis höfðu Belgar, sem eru með Elísabetu Gunnarsdóttur sem landsliðsþjálfara, til að mynda áhuga á að mæta Íslandi í þessum glugga en ekkert varð af því. „Það þarf að eiga fyrir hlutunum. Svona verkefni kostar alltaf á bilinu 25-30 milljónir, þegar farið er í tvo leiki. Flug og hótel. Það er ástæðan fyrir því að í upphafi þessa árs var ekki gert ráð fyrir verkefni í þessum glugga, ekki frekar en hjá A-landsliði karla í janúar síðastliðnum,“ segir Eysteinn. „Við glímum við það sama með yngri landsliðin. Það er allt að hækka í verði og einhvers staðar bitnar þetta. Við erum alltaf að leita leiða en KSÍ er ekkert nema félögin í landinu og ber að sýna ábyrgan rekstur,“ segir Eysteinn. „Allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki“ Hefur sambandið fundið fyrir mikilli óánægju hjá leikmönnum og þjálfurum vegna þessa? „Ég held að það séu allir hundfúlir með að spila ekki fleiri leiki. Við spilum líka færri leiki í yngri landsliðum en þjóðirnar í kringum okkur og þarna spilar auðvitað inn í að við þurfum alltaf að fljúga. Það þyrfti auðvitað að auka framlög í þessa sjóði sem sérsamböndin geta sótt fjármagn í,“ segir Eysteinn. KSÍ fékk fyrr á þessu ári styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ í fyrsta sinn frá árinu 2017, þó aðeins upp á 24,6 milljónir, eftir langa baráttu þar sem KSÍ fékk meðal annars lögmann til að kanna rétt sambandsins, eftir að umsóknum sambandsins hafði ítrekað verið hafnað. Sú upphæð breytti þó ekki áætlunum varðandi komandi landsleikjaglugga. Staðan er því sú að Spánn spilar tvo leiki við Þýskaland til úrslita í Þjóðadeildinni um mánaðamótin, England spilar vináttuleiki við Kína og Gana, og Úkraína, sem ekki getur leikið á heimavelli vegna stríðsástandsins, er í leit að andstæðingum samkvæmt heimasíðu úkraínska knattspyrnusambandsins. Á meðan fá stelpurnar okkar enga leiki áður en kemur að erfiðum rimmum við þessar þjóðir í undankeppninni sem hefst í mars, þegar Ísland freistar þess að komast á HM kvenna í fyrsta sinn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira