Hver eru áhrif þess að selja sumarbústað? Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. júlí 2024 09:01 Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Það er þó orðið nokkuð síðan við höfum heyrt viðtöl við hjón sem segjast hafa selt sumarbústaðinn og fengið í kjölfarið rukkun frá hinu opinbera. Þetta voru þó árviss viðtöl. Ekki var nóg með skatturinn hnippti í Jón og Gunnu og bað um fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar heldur þurftu þau að endurgreiða Tryggingastofnun í þokkabót. Ný undanþága vegna sumarbústaða Svona var þetta. Flestir sem seldu sumarbústaðinn greiddu fjármagnstekjuskatt (22%) af söluhagnaði eða helmingi söluverðs. Hagnaðurinn var svo færður sem tekjur á móti greiðslum almannatrygginga. Ef seljendur höfðu ekki tiltekið þann hagnað í tekjuáætlun hjá TR gat myndast krafa vegna ofgreidds lífeyris. Nú hefur þessu þó verið breytt og sérstök undanþága tók gildi fyrir fáeinum árum. Þar er tekið fram að „...sala á frístundahúsnæði í eigu manna [sé] skattfrjáls ef heildarrúmmál eignarinnar og íbúðarhúsnæðis viðkomandi fer ekki fram úr 600 rúmmetrum hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrum hjá hjónum. Skilyrði er að húsnæðið hafi verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi og eignarhald varað að lágmarki í 7 ár.“ Það munar um þessa undanþágu. Ef heildarrúmmetrafjöldi í okkar eigu fer yfir þessi tilteknu mörk, greiðum við fjármagnstekjuskatt af því sem umfram er og verðum sömuleiðis skert hjá almannatryggingum, fáum við greiðslur þaðan. Ekki er óvarlegt að áætla að 1.200 rúmmetrar jafngildi um 500 fermetrum, en ef við erum óviss er þó er alltaf ráðlagt að ganga úr skugga um hvort við föllum innan marka undanþágunnar. Raunar er yfirleitt góð hugmynd að heyra hljóðið í endurskoðanda eða öðrum skattasérfræðingi þegar selja á eignir. Tekur því að leigja bústaðinn út? Þetta vekur eðlilega upp spurningar varðandi útleigu á frístundahúsnæði, til dæmis í skammtímaleigu á Airbnb. Það gæti hljómað freistandi að sækja þannig viðbótartekjur samhliða lífeyristöku. Við munum þó greiða 22% fjármagnstekjuskatt af leigurtekjunum og ef við fáum greiðslur frá almannatryggingum, í gegnum TR, getum við áætlað að skerðingar nemi um rétt um 30% til viðbótar (séum við í sambúð og þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu af greiðslum TR). Því getur farið þannig að útleigan skili okkur innan við helmingi teknanna í vasann auk þess sem sala eignarinnar gæti jafnvel orðið milljónum dýrari ef við missum undanþáguna og til stendur að selja bústaðinn. Það er ekki verið að gera þetta einfalt fyrir okkur. En þegar um svona háar fjárhæðir getur verið að ræða er vissara að kynna sér málin. Höfundur er fjármálaráðgjafi sem meðal annars býður upp á ráðgjöf um lífeyrismál og sparnað á bjornberg.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Húsnæðismál Skattar og tollar Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fastir liðir í útvarpi á sumrin hafa lítið breyst á undanförnum árum. Bylgjulestin er með skottið fullt af stuði, veðurfræðingur svarar fyrir 11 gráður og rigningu og Magnús Hlynur segir frá hundi sem kann eitthvað voða áhugavert. Það er þó orðið nokkuð síðan við höfum heyrt viðtöl við hjón sem segjast hafa selt sumarbústaðinn og fengið í kjölfarið rukkun frá hinu opinbera. Þetta voru þó árviss viðtöl. Ekki var nóg með skatturinn hnippti í Jón og Gunnu og bað um fjármagnstekjuskatt vegna sölunnar heldur þurftu þau að endurgreiða Tryggingastofnun í þokkabót. Ný undanþága vegna sumarbústaða Svona var þetta. Flestir sem seldu sumarbústaðinn greiddu fjármagnstekjuskatt (22%) af söluhagnaði eða helmingi söluverðs. Hagnaðurinn var svo færður sem tekjur á móti greiðslum almannatrygginga. Ef seljendur höfðu ekki tiltekið þann hagnað í tekjuáætlun hjá TR gat myndast krafa vegna ofgreidds lífeyris. Nú hefur þessu þó verið breytt og sérstök undanþága tók gildi fyrir fáeinum árum. Þar er tekið fram að „...sala á frístundahúsnæði í eigu manna [sé] skattfrjáls ef heildarrúmmál eignarinnar og íbúðarhúsnæðis viðkomandi fer ekki fram úr 600 rúmmetrum hjá einstaklingi eða 1.200 rúmmetrum hjá hjónum. Skilyrði er að húsnæðið hafi verið nýtt af eigendum og ekki verið til útleigu gegn endurgjaldi og eignarhald varað að lágmarki í 7 ár.“ Það munar um þessa undanþágu. Ef heildarrúmmetrafjöldi í okkar eigu fer yfir þessi tilteknu mörk, greiðum við fjármagnstekjuskatt af því sem umfram er og verðum sömuleiðis skert hjá almannatryggingum, fáum við greiðslur þaðan. Ekki er óvarlegt að áætla að 1.200 rúmmetrar jafngildi um 500 fermetrum, en ef við erum óviss er þó er alltaf ráðlagt að ganga úr skugga um hvort við föllum innan marka undanþágunnar. Raunar er yfirleitt góð hugmynd að heyra hljóðið í endurskoðanda eða öðrum skattasérfræðingi þegar selja á eignir. Tekur því að leigja bústaðinn út? Þetta vekur eðlilega upp spurningar varðandi útleigu á frístundahúsnæði, til dæmis í skammtímaleigu á Airbnb. Það gæti hljómað freistandi að sækja þannig viðbótartekjur samhliða lífeyristöku. Við munum þó greiða 22% fjármagnstekjuskatt af leigurtekjunum og ef við fáum greiðslur frá almannatryggingum, í gegnum TR, getum við áætlað að skerðingar nemi um rétt um 30% til viðbótar (séum við í sambúð og þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu af greiðslum TR). Því getur farið þannig að útleigan skili okkur innan við helmingi teknanna í vasann auk þess sem sala eignarinnar gæti jafnvel orðið milljónum dýrari ef við missum undanþáguna og til stendur að selja bústaðinn. Það er ekki verið að gera þetta einfalt fyrir okkur. En þegar um svona háar fjárhæðir getur verið að ræða er vissara að kynna sér málin. Höfundur er fjármálaráðgjafi sem meðal annars býður upp á ráðgjöf um lífeyrismál og sparnað á bjornberg.is.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun